Er kreppa yfirvofandi á Íslandi?

Miklar og hatramar umræður hafa verið hér að undanförnu um að allt sé að fara til fjandans. Stjórnarflokkum og Seðlabankanum eru sökuð um allt sem miður fer. Þegar stjórnarandstaðan fær ekki sínu fram þá nota þeir öll niðrandi orð til að koma höggi á ríkisstjórnina. Og þeir hafa gengið svo langt að tala íslensku krónuna niður. Þessar umræður hafa haft þau áhrif að telja fólki trú um að allt sé að fara á niðurleið. Hver mann ekki eftir þessum orðum. Tiltrú á íslandi fer þverrandi, Við verðum að ganga í Evrópusambandið. Taka upp evru, því íslenska krónan er ónýt að þeirra mati. Er þetta boðleg umræða að hálfu þeirra sem halda því fram. Nei ekki að minni hálfu. 

Framsóknarflokkurinn breytti um skoðun á á sínum fundi þann 3 maí undir yfirskriftinni að nú verði að breyta stjórnarskránni til þess að komast inn í Evrópubandalagið. Já þarna snerist formaður Framsóknarflokksins um heilan hring í sinni afstöðu því hann sjálfur sagði fyrir ári síðan aðild að Evrópubandalaginu kæmi ekki til greina, Hvað hefur gerst í huga Guðna Ágústssonar? Getur það verið að varaformaður Framsóknarflokksins Valgerður Sverrisdóttir hafi haft í hótunum við formann Framsóknarflokksins að hún myndi bjóða sig fram á móti honum ef hann myndi ekki hlýða kalli hennar.?  

Það vill svo vel til í dag er Ísland mjög vel stætt á meðal okkar nágrana þjóða, sem berjast hvert að öðru að halda velli því efnahagur þeirra fer niðurá við hefur orsakað atvinnuleysi. Nú er svo komið að stórveldið Þýskaland berst nú við sama ástand og nágrana þjóðir þeirra og verður fróðlegt á næstunni að fylgjast með hvernig þetta endar. Á meðan eru íslenskir útflytjendur sáttir við sinn hlut verð er í hámarki, þar á meðal fiskútflytjendur sem fá gott verð fyrir sínar afurðir á sama tíma ríkir hér skerðing á aflaheimildum. Þá er fiskverð í hámarki.

Ég tel Ísland, Noregur, og Kazakhstan á næstu árum verði með ríkustu þjóðum í heiminum vegna yfirráða yfir auðlindum á borð við orkubú,ál og hugbúnaði sem dæmi. Ég tel að við þurfum ekkert að taka upp annan gjaldmiðil því íslenska krónan er sterk eins og norska krónan. Hinsvegar þegar búið verða að borga upp jöklabréfin, þá munu þessi andstaða við íslensku krónuna minka. Þjóðin mun síðar vera sátt. Ég mun ekki trúa því að þeir sem vilja taka upp aðildarviðræður vilji selja auðlindir okkar og þar með okkar sjálfstæði eftir áratuga baráttu okkar forfeðra.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Hvort kreppa sé yfirvofandi að vitum við ekki,en allavega er tími þröngu beltanna að koma.Ég er orðin pínulítið bleik í þessu máli,ég hef ekki viljað sjá Evrópusambandið hingað til,en í dag held ég að evran væri vænn kostur fyrir okkur,þó ekki væri annað en að koma í veg fyrir eilífar gjaldeyris skiptingar sem tekur sinn toll á öllu.Við þurfum að hafa gjaldmiðil sem gjaldgengur í heiminum,og er stöðugur. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.5.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Varandi þetta krepputal ég tel þessa umræðu að tala krónuna niður og allt sé að fara niður á við vera skipulögð af stjórnarastöðinni og bönkunum vegna þeir vildu gera upp í evrum. Þegar Seðlabankinn tók ekki undir það þá voru þeir með aðrar aðferðir. til að koma ríkistjórninni í vanda. það skal tekið fram að ríkissjóður er skuld laus.

Varandi annan gjaldmiðil þá eru margar þjóðir sem sjá eftir að hafa tekið upp evru þar á meðal Þjóðverjar sjálfir sem eru að sligast undan skuldbindingum Evrópubandalagsins og fleiri þjóðir eru sama sinnis.

Efnahagur íslendinga er góður enn ég tek undir þín orð að viðskipalífið þurfi að vera stöðugt. Ég tel það koma þegar jöklabréf verða greitt upp. Það voru mistök að gefa þau út á sínum tíma til að afla fjármagn með ódýrum hætti.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.5.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband