6.5.2008 | 13:57
Hverjir stóðu að þessu.
Ég tel bankaáhlaup vera saman tekin ráð þeirra sem vilja bankana feiga og hafa gert það með skipulögðum hætti að undanförnu. Ég tel að við þurfum ekki hagfræðing frá USA til að kenna okkur hvernig við eigum að fara að hlutunum, ég er búinn að fá nóg af þessu bullukollum. Getur það verið að viðskiparáðherra Samfylkingar hafi fengið hagfræðinginn Robert Z Aliber til Íslands að halda hér fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær.Einungis til að veikja allt um tal um íslenska krónu og til þess að styrkja þau rök að nú sé okkar gjald miðill búin að vera og nú sé rétti tíminn að hefja aðildarviðræður um að komast inn í Evrópubandalagið. Ef satt reynist þá tel ég þetta vera aðför að Íslenskri þjóð sem hefur fulla trú á því sem bankar eru að gera. Enda hefur öfund teygt sig langt um velgengni þeirra á undan förnum árum.
Eins og ég benti hér á undan í bloggi mínu er vandi íslenskar þjóðar þessi jöklabréf sem voru gefinn út á sínum tíma og eru nú að koma hagkerfi okkar í koll. Þetta þótti hin vænlegasti kostur og ekki vantaði álitsgjafana hvað þetta væri gott. Enn nú er það að koma okkur í koll sem um munar. Ég tel sem lítið dæmi eignarfjárstöðu Landsbankans Íslands og Straum Burðarás vera það mikla að þeir eiga fyrir skuldum og meira enn það sem lítið dæmi hvað þessi umræða um bankakerfið er á villigötum. Frekar eigum við að hlúa að því sem vel er gert því íslenskir bankar hafa borgað hér miljarða í formi skatti til íslenskar þjóðar og hafa aukið eftirspurn eftir vinnu afli. Þess vegna eigum við að láta þá um sína stefnu. Við þurfa ekki hagfræðing frá USA til að kenna okkur reglurnar. Vandinn er nefnilega jöklabréfin sem eru til vandræða í íslensku hagkerfi.
Jóhann Páll Símonarson.
Bankaáhlaup hafið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein hjá þér Jóhann.
Sigurður Þórðarson, 6.5.2008 kl. 14:26
Heill og sæll Sigurður.
Þakka þér hlý orð.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 6.5.2008 kl. 14:46
Sæll bloggfélagi.Þetta er góður pistill sem á rétt á sér í þessu eymdarástandi hjá okkur um þessar mundir.Ég held að bankarnir séu ekki á neinni heljarþröm og eiga að geta séð um sig sjálfir,þeir hjálpa ekki einstaklingum allavega ekki meðal jónunum.Ég vonast til að ekki verði úr að SPRON og KB banki (Kriminal bank) sameinist,það yrði mikið ógæfuspor fyrir Sparisjóðinn.
Guðjón H Finnbogason, 6.5.2008 kl. 19:47
Heill og sæll Guðjón.
Þakka þér að vera minn bloggfélagi.
Varandi þessa banka ég tek undir það að þeir eru ekkert á heljarþröm það er rétt hjá þér. Hinsvegar er ekki gott að vera að rífa það sem vel er gert niður bankarnir eiga það ekki skilið.
Hins vegar er ekki gott hvernig þeir haga sér gagnvart okkur sem búum hér varandi þetta vaxtaokur. Ég spái að það munu verða breytingar á því. þegar erlendir bankar koma hingað til okkar til þess verðum við að styðja þá í þeim verkum.
Varðandi það sem þú talar um Kriminal bank get ég ekki tekið undir því ég nota aldrei svona orð nema að ég á skjöl undir höndum sem geta staðfest það.
Varandi að Sparisjóðurinn sé að sameinast er það ekki og má vel vera vegna að bankin hafi ekki verið vel rekin og hafi fjárfest mikið það er hugsanlegt enn ég get ekkert sagt um það nema að skoða reikninga til þess að geta svarað þér því..
Það sem ég var að segja hér Landsbankinn og Straumur Burðarás fjárfestingarbanki eru með þeim bestu fyrirtækjum sem menn fjárfesta í og eiga umtalverða peninga til að fjárfesta umfram eignir sem er gríðarlega gott.
Þessir bankar eru vanmetnir og fjárfestar munu síðar komast að því sem ég segi að þetta var rétt hjá mér.
Enda sýndi hagnaður Landsbanka Íslands uppá tugi miljóna króna án þess að ég hafði hugmynd um það. þetta er staðreyndir mála. Og eiga stjórnendur og stjórnarformaður mínar bestu þakkir fyrir góðan rekstur.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 6.5.2008 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.