10.5.2008 | 21:54
Frábær sigur Framara.
Ég verð að segja það Framarar spiluðu með hjartanu í dag og var gaman að fylgjast með þeim hvað þeir voru ákveðnir að spila vörn Fylkis sundur og saman með ákveðnu leik kerfi sem gafst vel í þessum leik. Sjaldan hef ég séð lið Fylkis spila eins lélegan fótbolta eins og þeir gerðu í dag.. Mér finnst eins og leikmenn Fylkis höfðu ekki áhuga að spila knattspyrnu. það þýðir ekkert fyrir þjálfara Fylkis að kenna öðru um ófarir síns liðs, og bæta sínar ófarir með því að segja við höfum verið svo góðir að undanförnu og unnið marga leiki að það eitt og sér réttlæddir að tapa á móti Fram.
Því Fram vann verðskuldaðan sigur og áttu það skilið. Leikmenn Fram þið eigið mínar bestu þakkir fyrir ykkar frammistöðu hún var frábær. Liðsandinn var með einsdæmum svona vil ég hafa það.
Með bestu þakkir fyrir ykkar framlag leikmenn Framarar og þeirra aðhaldsmenn. Enn við Framarar verðum að sýna það í verki við verðum nú að mæta á völlinn með öllum til tækum ráðum. Sýna það í verki að við eru stórveldi í knattspyrnu og öðrum íþróttum sem eru undir merkjum Fram.
Jóhann Páll Símonarson.
Þorvaldur Örlygsson: Ekkert hræddur að sigurinn stígi mínum mönnum til höfuðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.