Mun Eimskip taka upp strandsiglingar aftur.

Ármann Kr Ólafsson þingmaður Sjálfstæðismanna vill flutningabíla af þjóðvegum landsins vegna gífurlega slits sem hefur orsakað að vegir landsins eru að verða ónýtir. Sem hlýtur að gera það að verkum að nú verði að byggja þessa vegi upp frá grunni sem kallar á aukið fjármagn til vegagerðar hér á landi. Ármann vill niðurgreiða þessa flutninga til að sporna við meira sliti á vegunum. Samgönguráðherra hefur tekið undir þessa hugmynd Ármanns og er málið nú í skoðun.

Það er rétt hjá Ármanni Kr Ólafssyni vegirnir eru að hrynja niður hver af öðrum enda er það ekki nein furða því þungi á þessum bílum er gífurlegur,16 metra bíll með tengivagni vegur um 16,5 tonn síðan er tekinn fullur gámur af fiski sem dæmi þessi gámur vegur um 30 tonn þá eru komnir um 46,5 tonn á vegina sem hver bifreið ekur segjum frá Ísafirði það eru farnar 15 ferðir á sólahring. Sem hlýtur að ganga frá þessum vegum. Enda hafa vestfirðingar kvartað mikið undan slæmum vegum sem eru eins og forapyttir víða.

Ég veit til dæmis í Frakklandi þá hefur ríkistjórn landsins þá stefnu að niðurgreiða flutninga vörubifreiða sem ferðast á milli borga í Frakklandi það er gert með ferjusiglingum. Tilgangur með því er að minka álag og slit á vegum. Þess vegna er hugmynd Ármanns hugsanlega til kominn síðan geta menn deilt um aðferða fræðina hvort íbúar á landsbyggðini eiga að standa undir kostnaði að fá til sín nauðsynjavörur og síðan eru fluttar allar útflutningsvörur frá þeim allt ferð þetta fram á vegum landsins sem eikur kostnað fyrir íbúa sem búa úti á landi þar er vöruverð dýrara enn á höfuðborgasvæðinu. 

Nú er spurning hvort Eimskip tekur upp strandflutninga upp aftur þessari spurningu er ósvarað. Hugsanlega gætu stjórnendur hugsað um það ef ríkið myndi leggja fé í verkið. Ég hef tvívegis borið þessa fyrirspurn fram á aðalfundum félagsins enn fengið lítið ágengt í þeim málum. Enn nú er uppi önnur staða og hugsanlega væru Eimskip tilbúið að koma að því að hefja að nýju strandsiglingar til að minka álag og slit á vegum með þátttöku ríkisins. 

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is Strandsiglingar kall nútímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ríkð má ekki koma að svona málum lengur vegna EES samningsins. það heitir brot á samkeppnislögum.

Jón V Viðarsson, 11.5.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jón Viðar.

Þeir geta boðið þetta út það er ekki málið. Enn skipafélöginn hafa yfirburða stöðu fyrir utan erlend skipafélög vilja ekki sigla til íslands sem lítið dæmi ég þekki það vel og hef dæmi á einu skipi er stöðugt skip um áhöfn.

Þess vegna munu skipfélög eins og Eimskip geta leikandi  tekið þetta að sér með mjög skömmum fyrirvara. þeir þurfa að koma með skipið og hefja síðan þessa flutninga sem síðar væru boðnir út þeir eiga allt sem til þarf.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 11.5.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi.Þetta er góð grein hjá þér og þörf og frábært hjá Ármanni að vekja athiggli á þessari nauðsyn strandsygglingum  sem aldrei hefði þurft að hætta.Ríkið á að bjóða þetta út og standa myndarlega að því þannig að ekki verði tap á því og þjónusta við staðina á landsbyggðinni verði til mikils batnaðar.Eigðu góða Hvítasunnuhelgi kæri bloggvinur.

Guðjón H Finnbogason, 12.5.2008 kl. 00:57

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðjón.

Þakka hlýjar kveðjur.

Já ég tek undir með þér Ármann hefur verið mjög ákveðinn að koma sínum góðu málum á framfæri enda hefur hans verk fengið mikla umfjöllun því hans mál vekja fólk af værum blundi.

Ég tek undir með þér strandflutningar með skipum eru nauðsynlegar áður enn við verðum búin að eyðileggja og ganga endanlega frá vegum í kringum landið. Þess vegna styð ég þína hugmynd og Ármanns sem hefur unnið sín verk sem þingmaður á hinu háa Alþingi.

Gleðilega Hvítasunnuhelgi megi guð og gæfa vera með ykkur öllum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 12.5.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband