31.5.2008 | 21:03
Hvaða stjórnmálaflokkur borgar þessa skoðunarkönnun.?
Það er með óllíkindum hvernig sumir stjórnmálaflokkar geta lagst lágt til þess að draga athyglina frá raunveruleikanum. Þeir gera það með því að sverta mannorð manna með öllum tiltækum ráðum. þetta veldur því að trú manna, á ákveðni persónu lækkar tíma bundið. Enn þegar fólk hefur séð í gegnum þessa áróðurs meistara þá kemur annað í ljós, sem borgarbúar í þessu tilfelli munu sjá þegar fram líða stundir. Nýlega var gefin út afkomu tölur hvernig Reykjavíkurborg væri rekin í tíð Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar borgarstjóra. Þegar þessir reikningar voru skoðaðir. Þá kom í ljós að mikill hagnaður var á rekstri borgarinnar sem verður að teljast undraverður árangur. Sem enginn fjölmiðill fjallar um ekki einu sinni Morgunblaðið sem er stærsti fjölmiðillin í landinu.
Ég get tekið undir eitt borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki verið iðnir við að skrifa greinar og upplýsa borgarbúa um hvað er í gangi hver er staða mála og halda fundi með borgarbúum sem dæmi. Og taka á móti þeim sem stunda áróður af versta tagi með lygaþvætti varandi stöðu mála innan borgarkerfisins. Það er ekki lýðandi þegar borgarfulltrúinn Sigrún Elsa Smáradóttir hefur trekk í trekk farið villur vegar gagnvart Orkuveitu Reykjavíkur sem lítið dæmi. Ég ætla ekki að elda ólar við kjörna borgarfulltrúa sem fer með rangt mál, það er Sigrúnu Elsu Smáradóttur til vansa hvernig hún misnotar sína aðstöðu, sem mun ekki verða henni til framdráttar í sínum yfirlýsingum.
Það eru fleiri áhróður meistarar sem fara með rangt mál og það nýlega var 1 varafulltrúi borgarstjórnarflokks Samfylkingar Dofri Hermannsson sem bloggaði óhróður um Vilhjálm Þ Vilhjálmsson nýlega. þar fór óróðurs meistarinn með rangt mál, eins og fulltrúar Samfylkingar og fleiri sem ég gæti nefnt. Enn ég ætla ekki að elta ólar við þetta fólk sem getur ekki einu sinni staðið fyrir sínu með því að segja satt og rétt frá. Þess vegna er þessi skoðunarkönnun hreint bull. Ég hefði gaman af því að vita hvort meirihluti þess fólks sem spurt var væri í Samfylkingunni, Vinstri grænum, eða í framsókn. Ef það reynist satt er þessi skoðunarkönnun bull og þvæla og ekkert annað enn áróður af verstu tegund. Ég mun ekki trúa því að borgarbúar vilji slíka fulltrúa og flokka í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.
Jóhann Páll Símonarson.
Fylgi D-lista aldrei minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Facebook
Athugasemdir
Hún er víst ansi þrálát pólitíska blindan!
Þessi útkoma var fyrirséð og jafnvel er fylgistalan við Sjálfstæðisflokkinn hærri en ég spáði í janúar. Það myndi t.d. ekki hvarfla að mér nú, flokksbundnum manninum, að kjósa D-listann í kosningum ef haldnar yrðu á morgun. Vilhjálmur átti að víkja af listanum strax í janúar og líklega myndi það bjarga einhverju ef hann gerði það nú. Trúverðugleiki borgarstjórnarflokksins er horfinn; hver arða og það sterkasta sem flokkurinn gerði nú væri að slíta strax sambandinu við Ólaf F. og mynda nýjan meirihluta með Samfylkingu. Já! Undir borgarstjórn Dags. Allt annað hefur í för með sér að flokkurinn fær 3-4 borgarfulltrúa í næstu kosningum og hvað ætlið þið að gera þá? Segja "ÚPPPS!"?
Halldór Halldórsson, 31.5.2008 kl. 21:21
Já, það er illa gert mæla fylgið hjá ykkur þegar það er svona lágt
Ingólfur, 31.5.2008 kl. 21:46
Á vissan hátt er ekki hægt annað en að dást að trúmennsku þinni Jóhann.
Verð því miður að hryggja þig með því að allt sem ég sagði á bloggi mínu um VÞV og sexmenningana er rétt, að þessi nýja könnun Capacent er mjög viðamikil regluleg, óháð könnun og að mikill meirihluti kjósenda í öllum flokkum vantreystir Ólafi F og borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
Það gildir líka um þá sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum að málum.
Kveðja,
Dofri Hermannsson, 31.5.2008 kl. 21:53
Heill og sæll Halldór.
Ég skil ekki hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert þér ef þú ert flokksbundin maður. Hins vegar ert þú ekki sáttir við borgarfulltrúa í Reykjavík eins og þú bendir á. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson hefur orðið fyrir einelti að hálfu misvitrananna sem þola ekki að tapa.
Varandi að Vilhjálmur hefði átta að víkja í janúar. Ekki er ég sammála þér þar Vilhjálmur er sá sterkasti borgarfulltrúi í borgarstjórn með mestu reynsluna og mestu þekkinguna á borgarmálum.
Það gengur ekkert að flýja hólminn þegar á móti blæs það gerum við sjómenn ekki. Hins vegar er nýbreytni í þessu þjóðfélagi okkar í dag. það er gert með skipulögðum hætti að koma höggi á andstæðingana. Þess vegna eru þessir borgarfulltrúar undir í umræðunni vegna þess að borgarbúar, eru ekki upplýstir um hvað er að gerast í borgarmálum vantar upplýsingarteymið.
Varðandi að slíta þetta samkomulag við Ólaf er ekki rétt. Til þess að ná árangri verða menn að vinna saman. Það gilda sömu rök í hjónabandi fólk verður að tala saman annars slitnar hjónabandið.
Að fara með Samfylkingu í samstarf kæmi ekki til mála að minni hálfu það væri hrein og beint rugl og mundi gera endanlega útaf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingar menn hafa aldrei þolað það að Sjálfstæðismenn sömdu við aðra um samtarf í borgarstjórn. Enda sýni það sig þegar þeir voru í meirihluta í 100 daga. Hvað gerðu þeir ekkert nema að kalla á fjölmiðla hvert sem þeir fóru. Þetta virkar á mig eins og óþroskaðir unglingar. Hvað gæði eru Samfylkingar menn að bjóða uppá ekki neitt nema bull dag eftir dag.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.5.2008 kl. 21:54
Heill og sæll Þorvaldur.´
Ég stend við mitt og hef alltaf gert það og svo mun verða áfram. Mér finnst óréttlát hvernig menn hamast dag eftir dag í Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni með orðum eins og þú nefnir að hann sé spilltur. Ég hef aldrei staðið hann að því.
Ég er ekkert að kenna öðrum um, heldur er ég að tala hvernig áróðurmeistarar gera út á það blekkja fólk.
Það sem þú bendir á varandi fylgistap.
þegar borgarbúar átta sig á stöðu mála þá mun þetta breytast.
Þakka hlýjar kveðjur.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.5.2008 kl. 22:20
Heill og sæll Ingólfur Harri.
Það sem þú nefnir að það sé illa gert að mæla fylgið niður.
Ég hef ekki minnst einu orði á það. Ég var að benda á þessa áróður meistara sem reyna að villa fyrir fólki það er það slæma í þessu máli. Enn sanneikur er alltaf bestur.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.5.2008 kl. 22:27
Heill og sæll Dofri.
Þú hefur verið stöðug með áróður á Sjálfstæðismenn í borgarstjórn enn þú gleymir að tala um ríkistjórnarsamstarfið enda far þeir ekki varðhluta af þessu máli.
Hins vegar mátt þú stunda þín skrif eins og þú vilt sjálfur. Hins vegar geri ég þá kröfu að þú farir rétt með. Annars er ekki tekið mark á mönnum.
Það er dapurlegt þegar varaborgafulltrúin er með eineltistilburði á hendur Ólafi F Magnússyni og fullyrðir að allir séu á móti. Þetta dæmir sig sjálft eins og allt annað.
Varandi Sjálfstæðisflokkinn þá ætla ég ekki að láta þig gera mér upp skoðanir hvernig við Sjálfstæðismenn viljum hafa það. Það gerum við með faglegum hætti ekki sleggjudómum um fólk og málefni.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.5.2008 kl. 22:37
Heill og sæll Jack.
Ég skil ekki þessar fullyrðingar þínar sem eiga sér ekki stað. Ég veit ekki til þess að það sé spilling í Sjálfstæðisflokknum.
Fyrir utan að ég hef ekkert minnst á það að fólk sé fífl undir það tek ég ekki undir.
Varðandi þessar samsæriskenningar sem þú bendir á.
Þá vil ég segja það við þig. Ég hef fjallað um þetta með málefnalegum hætti ekki með neinu skítkasti eins og oft vil verða í þessum umræðum það geri ég við alla sama hver er. Hins vegar veit ég það að þú munt ganga í Sjálfstæðisflokkinn þegar framlíða stundir.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.5.2008 kl. 22:48
Sæll Jóhann.
Þú ætlar sumsé að segja "ÚPPS!" eftir næstu kosningar??
Þarf flokkurinn að "hafa gert mér" eitthvað, til að ég sjái að þetta er orðið svo slæmt, að það hefur áhrif á fylgi flokksins á landsvísu? Að það geti hindrað þau góðu verk sem verið er að vinna í ríkisstjórn?
Ég veit vel, að formaður og varaformaður flokksins geta ekki tekið neinn á beinið og skipað þeim fyrir um að bæta ástandið strax; en ég er hreinlega farinn að vona að einhver borgarfulltrúinn okkar, einn eða fleri, geri hreinlega uppreisn og gangi úr meirihlutanum.
Halldór Halldórsson, 31.5.2008 kl. 22:48
Heill og sæll Halldór.
Ég mun styðja Vilhjálm Þ Vilhjálmsson og flokkinn allan þetta mun lagast þegar fleiri mál munu koma í ljós á næstunni. Og þegar borgarfulltrúar opna augun fyrir þessari mótbáru. Þá munu borgarbúar vera sáttir.
Auðvita er ekki gott þegar borgarstjórnarmeirihluti er ekki með fundi og upplýsingar til borgarbúa það er ekki gott ég tek undir það.
Varandi þessa ríkistjórn hún er með mótbárur eins og í borgarstjórn þótt það sé nægur meirihluti. Þá eru Samfylkingarmenn með stöðug áreiddi alveg sama hvað gert er.
Varandi að taka á beinið. það er engum holt að rífa kjaft. hins vegar verða borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna að standa saman og verjast með öllum tiltækum ráðum.
Að lokum þú ert að vona að einn eða fleiri mundu ganga út úr þessu meiri hluta.
Það tel ég vera glapræði af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna. Halldór með virðingu fyrir þér þá tel ég þig ekki Sjálfstæðismann fyrir fimmaura. Frekar að þú værir flokksbundinn Samfylkingarmaður sem er að reyna að hífa Samfylkingu upp úr forinni.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 31.5.2008 kl. 23:07
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur alveg séð um það hjálparlaust að tortíma sjálfum sér.
Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 23:43
Gleðilegan Sjómannadag Jóhann Páll/Þú stendur þig vel!!!!/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 1.6.2008 kl. 00:01
Heill og sæll Teódór.
Ekki er ég alveg sammála þér. Enn ég tek undir þetta hefði mátt vera betra enn það er.
Ef menn ætla að verða sem fulltrúar borgarbúa þá verða borgarfulltrúar að vinna að heilindum og kynna borgarbúum hvað þeir eru að gera og hvað er framundan.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 1.6.2008 kl. 00:01
Heill og sæll Haraldur.
Ég færi rök fyrir mínu máli.
þetta eru málefnalegar umræður og mjög gott að heyra skoðanir fólk, það er öllum holt og gott þótt mínir viðmælendur eru ekki á samma máli. Sumir eru flokkbundnir í öðrum flokkum þess vegna pirrar þetta þá sem skiljanlegt er.
Haraldur þakka hlýjar kveðjur.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 1.6.2008 kl. 00:11
Sjálfseyðingarhvöt Sjálfstæðismanna í borginni er með ólíkindum. Spurning hvort að flokkurinn þurfi ekki að fara að skoða sitt innra starf betur. Væri t.d. ekki ráð að fara að hlusta aðeins meira á þá sem kjósa flokkinn?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 08:12
Heill og sæll Kjartan.
Það má vel vera að Sjálfstæðismenn hafa gleymt sér aðeins, borgarstjórnarflokkurinn er að vinna á fullu, að góðum málum með fundarhöldum dag eftir dag. Þess vegna skil ég ekki þessa skoðunarkönnun sem gerð var og hverjir standa að henni. það svar væri fróðlegt að fara ofan í.
Sjálfsagt eru Sjálfstæðismenn stöðugt að fara ofan í sín mál þótt það sé ekki alltaf í blöðum eða í útvarpi.
Varandi að hlusta á fólkið ég tel flokkinn vera að gera það. Enn það eru andstæðingar í þessum röðum sem reyna að koma höggi á andstæðinginn eins og í fótboltaleik það hefur verið svo og mun verða áfram. Allir eru í því að skora mismikið.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 1.6.2008 kl. 09:26
Það hefði verið best fyrir borgarbúa, sem Sjálfstæðisflokkinn sjálfan, ef Vilhjálmur hefði haft vit á að segja af sér strax í kjölfar REI-hneykslisins.
Hefði hann gert það og starfhæfir flokkar tekið við þá hefði ég alveg getað hugsað mér að kjósa þá næst.
Í staðinn gerðu þeir svoleiðis í brækurnar aftur...og aftur.....og aftur...... að það hefur verið hlegið og grátið að þessu fyrirbæri sem er kallað borgarstjórnarmeirihluti núverandi síðan REI.
Jafnvel þó andstæðingar flokksins í borgarstjórn hefðu skrifað um hann lofræður í blöðunum hefði það ekki komið í veg fyrir það hrun sem orðið er.
REIði borgarbúa í garð meirihlutans er réttlát.
Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 09:49
Heill og sæll Theódór.
Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson er sterkasti leiðtogi í borgarstjórn. Það get ég sagt vegna þess að fólkið hefur trú á honum, hann var guð í þeirra augum. Það er stórt almenningsálitið þegar svo er komið.
Hinsvegar koma menn eins og þú og vænir Vilhjálm Þ Vilhjálmsson um spillingu sem er ekki rétt.
Varandi er gera í brækurnar aftur og aftur eins og þú segir sjálfur .
Því til að svara þá tel ég þig ekki vera málefnalegan hins vegar ert þú gallharður andstæðingur það fer ekki á milli mála.
Varandi þessa reiði sem þú talar um. Ég kannast ekki við hana. Enn andstæðingar eins og þú sjálfur ert á móti Sjálfstæðisflokkum. Það skín út úr þínum skrifum.
Ég tel útilokað að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningu. það má vel vera að þú myndir kjósa mig ef ég færi í framboð það er aldrei að vita.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 1.6.2008 kl. 10:20
Ef Sjálfstæðisflokkurinn er að gera vel í borgarstjórn er það engan vegin að skila sér til fólksins.
Í dag er staðan þessi, Geir H. Haarde hefur sagt sá sem taki við borgarstjórastólnum eftir tæpt ár verði oddviti flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum.
Því fyrr sem nýr aðili verður valinn ( sem samkvæmt öllu ætti að vera sá einstaklingur sem varð í 2.sæti þ.e Hanna Birna ) því fyrr er hægt að snúa vörn í sókn.
Þessi oddvitabreyting þyrfi að gerast á næstu dögum - þetta getur ekki beðið.
Óðinn Þórisson, 1.6.2008 kl. 10:54
Heill og sæll Óðinn.
Það er rétt hjá þér Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn hefur orðið undir í þessari baráttu. Vegna þess að þeir hafa ekki verið sýnilegir eða tekið þátt í þessari umræðu.
Varðandi að hver taki við verður ljóst eftir næsta prófkjör Sjálfstæðismanna sem mun verða rétt fyrir næstu kosningar. Þar til mun Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson verða fulltrúi flokksins.
Varandi þessa oddvita umræðu þá er hún á villigötum. Vegna þess þegar flokknum gengur illa í skoðunarkönnunum þá bregðast menn með því að fá annan aðila til að taka við.
Þetta hefur tapast í öll skiptinn. Ég nefni dæmi Árna Sigfússon. Ingu Jónu, Björn Bjarnason, Markús Örn. Þess vegna eiga Sjálfstæðismenn að halda sínu striki hvað sem það kostar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið besti kosturinn fyrir borgarbúa enda vilja borgarbúar það.
Nei Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson mun sitja áfram þrátt fyrir andstöðu andstæðinga sinna sem vilja Sjálfstæðismenn burtu. Eitt skal ég fullvissa þig um það mun þeim ekki takast.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 1.6.2008 kl. 12:22
Ég hef mjög einfalda reglu hvað afstöðu mína til stjórnmálaflokka varðar: Það á að dæma þá af verkum sínum hverju sinni, ekki hvað þeir gerðu eða gerðu ekki fyrir 50 árum. Ef þú telur að allir sem gagnrýna núverandi meirihluta séu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins þá eru flestir sjálfstæðismenn í Reykjavík andstæðingar síns eigin flokks. Flestir vilja þeir Villa burt.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur skemmt fyrir sjálfum sér, borgarbúum og fyrir sínum eigin flokk í borginni og út um allt land. Verk þeirra á kjörtímabilinu hafa orðið til þess að tiltrú fólks á stjórnmálamönnum hefur snarminnkað og var hún ekki mikil fyrir.
Þeir voru næstum búnir að selja orkuauðlindir Reykvíkinga í hendurnar á fjárplógsmönnum, en voru sem betur fer stöðvaðir í þeirri viðleitni. Síðan rændu þeir völdum þrátt fyrir þá rassskellingu sem þeir hlutu á dögum 100 daga meirihlutans. Gjörsamlega rúnir trausti ruddust þeir í valdastólana.
Yfirlýsingar borgarfulltrúa flokksins út og suður, um að þeir treystu sínum leiðtoga, voru fáránlegar. Verk þeirra, s.s. fundurinn án Villa með Geir Haarde og SMS-skilaboðin frægu til í allt án Villa, sýna það.
Ég er viss um að það er að mörgu leyti gott fyrir samfélagið að hafa sterkan, öflugan og samheldinn Sjálfstæðisflokk. Hann var öflugur fyrir 5-6 árum í borginni, en er það ekki lengur.
Ef ég ætti að ráða Flokknum heilt myndi ég ráðleggja þeim að skipta út öllum borgarfulltrúunum.
Til hamingju með sjómannadaginn annars.
Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 19:27
Þú segir að eigi að dæma stjórnmálaflokka eftir verkum.
Ég veit ekki annað enn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stjórnað best undan farinn ár og verið með besta reksturinn á borgarsjóði.
Það eru skipulagðar herferðir gegn Sjálfstæðisflokknum ég vík ekki frá þessari stefnu. það sést hér á blogginu og fleiri sem taka undir það sjónarmið. Sem lítið dæmi.
Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson er sterkastur af öllum borgarfulltrúum enn hefur orðið fyrir einelti.
Ég tek undir með þér sumir borgarfulltrúar hafa skemmt fyrir Sjálfstæðisflokknum út á við. Ég tel að borgarfulltrúar muni læra af reynslunni.
Varandi að selja orkulindirnar okkar. það er ekki rétt. Hins vegar var forstjórinn Guðmundur Þóroddsson í plotti við Bjarna Ármannsson. Síðan er þetta blásið upp. það stóð aldrei til að selja orkulindir landsmanna.
Það var ekki framið valda rán. þetta er þvættingur í þér. Til þess að ná völdum aftur þá var haft samband við Ólaf F Magnússon hann vildi það eindregið. Þess vegna er þessi staða uppi í dag. Þetta er svipuð rök og um hjónaband væri um að ræða þar á að ríkja traust og virðing. þar sem tveir félagar komast að samkomulagi.
Varnandi að skipta út öllum borgarfulltrúum.
Það mun koma í ljós í næsta prófkjöri hvernig þetta verður. Það er rétt hjá þér það munu hverfa borgarfulltrúar úr þessum hópi. Hverjir það verða það munu sjálfstæðismenn ákveðja sjálfir í sínum röðum, því þeir ráða ferðinni.
Þakka þér hlýjar kveðjur.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 2.6.2008 kl. 11:04
Theódór Norðkvist, 2.6.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.