9.6.2008 | 23:34
Gústaf verður að segja rétt frá.
Ég tel þessi þessi ummæli Gústaf vera þvættingur, vegna þess, enn er fluttur óunnin fiskur á markað vikulega, sem nemur þúsundir tonna á mánuði til Bretlands fyrir utan allan frosna fiskinn sem fluttur er út í gámum sem nemur hundriði gáma á mánuði og ekkert lát er á þeim flutningum. Fyrir utan allan samdrátt í veiðum hafa útgerðamenn fengið betra verð fyrir sína afurðir það hefur aldrei skeð í sögunni. Íslenski fiskurinn er sá besti sem er til í heiminum í dag og er eftirsóttur um allan heim hvert sem við förum. Íslenskur fiskur hefur ætíð verið vinsæll meðal Bresku þjóðarinnar og er mjög eftir sóttur í dag og verður svo um ókomna tíð.
Ef ástandið væri með þessum hætti, þá gætum við ekki verið að flytja út óunnin gáma fisk vikulega til Bretlands. Ef síðan ætti að geyma hann þar. Ég veit til þess að margir Breskir fisverkendur eru ólmir að kaupa þennan fisk frá okkur og fá minna af honum vegna takmarkanna á útflutningi. Ég tel þetta vera áróðurs bragð frá útgerðamönnum sem vilja láta sjómenn taka meiri þátt í rekstri útgerða á Íslandi því næsti samningafundur er á morgun þar verður röflað um ekkert. Það mun verða niðurstaða fundarins á morgun, og útgerðamenn halda áfram að væla eins og Gústaf.
Jóhann Páll Símonarson.
Erfiðara að selja fiskinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er ég sammála þér kæri bloggvinur, með baráttukveðju frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 23:51
Heill og sæll Helgi.
Það er með ólíkindum hvernig menn komast upp með að fara rangt með án þess að blöð eða fréttamiðlar gera athugasemdir við svona málflutning. það hefur komið fyrir að fyrirtæki eða áhrifa menn borga fyrir umfjöllina til að villa fyrir fólki. Eins og þessi umfjöllun.
Ég sjálfur veit betur fyrir utan áróðurinn því sjómenn eru í kjaraviðræðum, og nú á að villa fyrir þeim. Enn það mun ekki takast að þessu sinni.
Kærar kveðjur kæri vinur bið að heilsa til Suðurhafseyja þar er blíðan.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 10.6.2008 kl. 16:47
Heill og sæll Jóhann ég er innilega sammála þér og þetta er einmitt það sama og mér datt í hug þegar ég las þetta að nú ætla þeir að hlunnfara íslenska sjómenn enn meira en orðið er. Þetta er eldgamalt bragð sem notað hefur verið í tugi ára. En vonandi verða sjómenn á varðbergi, en þeir þurfa líka að láta í sér heyra, það virðist vanta áhuga sjómanna að tjá sig í fjölmiðlum um sín kjara og öryggismál. Takk fyrir þennan pistil Jóhann það er gott að einhver vekur menn til umhugsunar um þessi hagsmunamál sjómanna.
Helgi Þór hefur nú verið óhræddur að tjá sig um hagsmunamál sjómanna hafi hann þökk fyrir það.
Kær kveðja Sigmar Þór
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.6.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.