Aulaháttur stjórnenda Velferðasvið Reykjavíkurborgar.

Í 32 ár hefur Líknarfélagið Risið barist hetjulega með áfengissjúklingum og vímuefnanotendum í áratugi. Hefur veit hjálp, ráðgjöf og athvarf fyrir heimilislausa. Margir hafa fengið hjálp á heimilinu. Sumir hafa spjarað sig upp á eigin spýtur og breytt um lífstíl. Aðrir hafa fallið og ekki náð að rétta sig við aftur, þurft á endurnýjaði meðferð að halda og byrjað uppá nýtt. Baráttuunni er aldrei lokið. Einstaka einstaklingar hafa ekki þolað við hörðum raunveruleikanum og horfið úr þessum heimi fyrir eigin hendi langt um aldur fram. Samtök áhugafólks um áfengis og Vímuefnavandan SÁÁ starfa á svipuðum grundvelli. Og hafa það gert í ára tugi.

Nú vill svo vel til að Velferðasvið Reykjavíkurborgar undir forystu Jórunnar Frímannsdóttur ætlar að semja við Heilsuverndarstöðina ehf/ Alhjúkrun um rekstur á nýju búsetuúræðum með félagslegum stuðningi. Það er með ólíkindum að það sé ekki samið við Líknarfélagið Risið, SÁÁ, Samhjálp sem eru með fagaðila og hafa um áratuga skeið séð um að hjálpa fólki sem hefur farið á ranga braut í lífinu. Ekki veit ég hvað liggur að baki þessum gjörningi að ekki sé haft samráð við þessa aðila.

Vinavæðingin varð ofar í goggunarröðinni. Ekki var litið á fagaðila sem hafa sérhæft sig í þessum hlutum og hafa áratuga reynslu að meðhöndla fólk sem hefur farið villu vegar. Stað þess er samið við einkafyrirtækið, sem var eigu Jórunnar Frímannsdóttur enn hún segir sjálf að hún hafi selt þetta fyrirtæki. Íbúar Hólavaðs hafa mótmælt þessu aðferðum að eikafyrirtæki sé að koma með veikt fólk inn í skipulagt íbúðarhverfi. Ekki voru þessi áform tilkynnt íbúum fyrr enn þeir heyrðu þetta í kvöldfréttum sem er borgarfulltrúum til vansa. Síðan hafa íbúar brugðust reiðir við þessum áformum Velferðaráðs og hófu undirskriftir á meðal íbúa. Voru þær afhentar borgarstjóranum í Reykjavík Ólafi F Magnússyni fyrir stuttu. Nú er að sjá hvað borgarstjórinn í Reykjavík gerir. Hann hefur vald til að stöðva þennan gjörning og færa þetta mál í hendur fagaðilum, sem hafa sér þekkingu á þessum málum. Og hafa glímt við þessi mál í áratugi án þess að fá skilning frá Ríkisvaldinu í formi fjárheimilda til reksturs enda hefur aðilum fjölgað sem hafa þurft á hjálp að halda. 

Jóhann Páll Símonarson. 


mbl.is Úrræðið verður kynnt íbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn mjög svo ágæti bloggvinur Jóhann Páll.Þakka góðan pistil.Þarna hefurðu rétt fyrir þér sem endranær.Ég þekki þessi mál þ.e.a.s.alkólistans af eigin raun.Og ég gleðst yfir þegar reynt er að gera eitthvað í þeirra málum.Ég læt hérna fylgja með slóð sem þú kannske hefur séð,um nákvæmlega þau mál sem þú nefnir.Nú ef þú hefur séð þetta nær það ekki lengra.Ein spurnin ertu hættur til sjós?Sértu ávallt kært kvaddur

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/

Ólafur Ragnarsson, 16.7.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur.

Ég veit ekkert um þennan mann hins vegar er þetta fróðlegt erindi og vert að skoða betur.

Ég ætla ekki að fjalla um mál sem ég veit ekkert um og er satt að hans mati. Hann nafngreinir persónur sem ég veit hverjar eru vegna þátt míns í prófkjörum míns flokks. Ef þetta er satt og rétt væri vert að skoða þessa hluti betur.

það er ekki verjandi að fólk misnoti aðstöðu sína með þessum hætti. Og láti síðan bitna á fólki sem getur ekki varið sig. Þessu útigangsfólki vantar tilfinnanlega húsaskjól og samfélagið verður að bregðast við á meðan við seljum áfengi til neyslu. Ég er maður allra og þoli ekki þegar illa er farið einstaklinga sem hafa farið villu vegar.

Þess vegna vantar að það sé fjallað um þau mál enn einhvern vegin virðast bloggarar hafa litin áhuga á þessum málum.

Varðandi að ég sé hættur til sjós. Því skal ég svara með einföldum hætti.

Slysið sem ég varð fyrir 1996 hefur tekið sig upp ég hef síðan þurft að ganga á milli lækna. Nú síðast voru læknar að finna að ég hafi nefbrotnað á sínum tíma og ég þarf að bíða til að aðgerð verði framkvæmd bíð eftir samtali. Síðan hefur pólitíkin heltekið mig og ég hef verið að berjast fyrir ýmsum málum. Enn ég er að skoða þessi mál, farmennskan er ekkert spennandi lengur enda er þetta allt að fara til fjandans og útlendingar streyma í störfin og verkalýðsfélögin aðhafast ekkert í þeim málum.

Fyrirgefðu hvað ég svara seint. Ég hef verið að hjálpa til með mínu starfmannafélagi að koma sumarhúsi í leigu. Enn það er komið í leigu nú..

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 20.7.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kæri bloggvinur, þetta er góður pistill hjá þér og gott að vekja athygli á þessum málum. Maður botnar ekki alltaf í hugsunarhætti pólitíkusa.

Það er slæmt að heyra að þú sért enn að fást við afleiðingar slyssins sem þú lentir í 1996 en svona er þetta hjá mörgum sem lenda í slysum því miður. Ég vona að þú fáir bata sem fyrst og gangi þér allt í haginn.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.7.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn kæri bloggvinur Jóhann.Já ég tek undir með þér um að þetta mál þarf að skoða betur.Er ekki sagt að þar sem sé reykur leynist glóð.En allir eiga heimtingu á"fair"umfjöllun.En mér fannst ýmislegt dálítið"gruggugt"í málinu sem var til umfjöllunar á umræddri blogsíðu.Ég þekki þig þá ekki rétt ef þú skoðar ekki þetta mál af raunsæi og lætur í þér heyra um lyktir hverjar sem þær svo verða.Ég vissi ekki að þú hefðir orðið fyrir slysi(hef verið erlendis þegar það skeði)og ég tek undir orð blogvinar okkar hér á undan hvað það varðar.Er sjálfur að"bíta úr nálinni"með gamalt slys.Ég tek líka undir þín orð hve"farmennskan"er orðin"óspennandi"Það er með ólíkindum að horfa upp á þessa stétt deyja út hér á landi.Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 25.7.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband