Við horfum inn í lönd framtíðinnar með bjartsýnina að leiðarljósi.

Þessi orð vil ég tileinka þeim sem eiga um sárt að binda og eru að örmagnast þessa dagana, ekki veitir af að minna fólk á kærleika og hlýu í samdrætti sem við eigum við að etja þessa stundina. Mér hefur fundist framkoma lítils hóp fréttamanna og stjórnmálamanna í umræðunni að undanförnu vera ömurlega, ekki síst ungafólkið sem er í forystusveit fjölmiðla sem reynir að koma inn í huga fólks að hér ríki kreppa og allt sé að fara til fjandans. Ég tel þetta vera uppsafnaðan hugaburð og skort á orðum og hugtökum þessa einstaklinga sem reyna að telja fólki trú um það versta, það er alvarlegur hlutur þegar fámennur hópur stjórnmálamanna og fréttamanna misnota vald sitt með þessum hætti. Megin þorri unga fólksins í dag veit ekki hvað kreppa er, því það hefur lifað hér lúxus lífi og fengið allt upp í hendurnar án fyrirhafnar. Á meðan fólk hér á árum áður átti ekki fyrir lífsnauðsynjum og bjó í hrörlegum húsakynnum og átti ekki ofan í sig sökum fátæktar.

Þess vegna verður við að standa saman með okkar forsætisráherra Geir Haarde, sem hefur staðið sig vel á þessum tímamótum og hefur reynt að leysa okkar efnahagsvanda með yfirvegun og festu í erfiðum málum. Þess vegna tel ég brýnt að vanda það sem sagt er. Ekki vera að kenna öðrum um það er engum til góðs að vera með blóraböggla á herðum okkar. Það er betra að vinna þetta erfiða mál með yfirvegun og þrautseigju það mun birta upp um síðir.

Allar negatífa raddir eru hættulegar vegna þess að margir hafa ekki þolað þetta áfall sem það varð fyrir og er að gefast upp á lífinu sökum þess að það sér ekki ljósið sem er framundan. Þess vegna bið ég stjórnmálamenn, fréttamenn, og þá sem stjórna fjölmiðlum að sjá til þess að flutningur frétta sé byggður á rökum og staðreyndum ekki á fölskum forsendum, æsingi hugaburði fólks sem veit ekki um hvað málið snýst. Fréttafólki og miðlum þess væri nær að verja okkar hag og snúa sér að stjórnmálamönnum Bretlands og benda þeim á hvað þeir hafa skaðað okkar samfélag. Íslenska ríkið þarf að hefja dómsmál á hendur Breta strax.

Fréttamenn þið eigið góðan aðgang að ykkar samtarfsmönnum frétta í Bretlandi þar getið þið varið okkur með fyrirspurnum til breskra stjórnmálamanna. Það má vera að galli sé í þessu hjá okkur vegna þess að þetta er algjörlega ný staða sem við erum að upplifa nú og okkur vantar tifinnilega fréttamenn sem standa fyrir sínu. Enn því miður eru þeir hættir og komnir til annarra starfa enn í staðin eru ráðnir reynslulitlir fréttamenn sem hafa takmarkað vit á því sem er að gerast nema í æsingarformi.

Jóhann Páll Símonarson.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband