22.10.2008 | 00:55
Straumur- Burðaás fjárfestingarbanki hættir starfsemi sinni á Íslandi
Það er með ólíkindum hvernig Seðlabanki Íslands fer hamförum þessa vikuna með því að innkalla meiri tryggingar frá þeim aðilum sem staðist þá styrjöld sem hefur geisað hér á Íslandi undanfarna vikur á fjármálamarkaði. Ekki hefur vantað þá aðila sem hafa gefið sitt álit, ekki stendur á skoðunum þeirra sem telja sig hafa rétt fyrir sér og segjast hafa mikið vit á þessum málum. Fjölmargir hafa dregið Davíð Oddson inn í þessa umræðu með óprúttnum hætti og reynt að gera í leiðinni Seðlabanka Íslands ótrúðverðugan í leiðinni sem er með ólíkindum að svo sé. Það rétta er að Seðlabanki Íslands hefur á að skipa fjölda hagfræðinga, sem eru í vinnu hjá bankanum enda eru margir fræðimanna við stjórnun bankans og ættu að vita betur varandi peningamálastefnuna í landinu sem hefur ekki gengið sem best að koma peningamálastefunni í lag, þrátt fyrir gífurlegan hagvöxt og aðvaranir á undanförnum árum. Saman ber að afla sér meiri gjaldeyrisforða til að standast árásir erlenda banka. Eins og málin voru komin í að bankarnir voru ornir 13 sinnum stærri enn þjóðarskútan sjálf. Hugsið ykkur stöðuna sem okkar þjóð var kominn í og allir sátu og sváfu værum blundi þar til allir voru andvaka og spurðu hvað hefur gerst?
Síðan skulum við taka Fjármálaeftirlitið hvar var það? það þurfum við að skoða vel?, Síðan eru það þjóðkjörnir fulltrúar hvað voru þeir að hugsa? lengi gæti ég haldið áfram. Ekki ætla ég að taka þá í þeim leik að sverta mannorð manna niður í skítinn, hinsvegar er ég virkilega ósáttur eins og margir segja hvernig gat þetta farið svona, þessari spurningu munum við sjálfsagt fá seint svar við.
Ég tel það nauðsýnlegt að þjóðin standi vörð um það sem eftir stendur og við reynum að bjarga því sem eftir verður. Hinn vegar tel ég það víst að Fjárfestingarbanki Straumur- Burðarás muni ekki standa í því lengur að vera sífellt undir hótunum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins þrátt fyrir sterka stöðu og hefur bent á þær staðreyndir trekk í trekk að staða bankans sé sterk. Nú er komið nóg segja stjórnendur við munum flytja okkar starfsemi úr landi við fyrsta tækifæri með okkar starfsemi og þar með munu tapast gífurlegar skattatekjur fyrir okkar þjóð og ekki má gleyma þeim atvinnutækifærum sem munu glatast. Enda segir forstjóri bankans William Fall að þeir hafi sótt fram á erlendum markaði og dregið úr vægi Íslands í starfseminni. Hvað þýða þessi orð?
Jóhann Páll Símonarson.
Straumur leggur fram nýtt veð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Athugasemdir
Innlitskvitt frá Niðurlöndum og kærar þakkir fyrir dekkin frá okkur systkinunum. Þið skötuhjú stefnið á heimsókn til okkar á næsta ári, er það ekki?
Nexa, 22.10.2008 kl. 11:34
Heil og sæl Nexa.
þið eigið þetta skilið, við biðjum að heilsa ykkur. Það er aldrei að vita þegar baðströndin opnar.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 22.10.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.