Frábærar fréttir frá KSÍ.

Ég tek undir orð Geirs þorsteinssonar formanns KSÍ. Hins vegar eru þetta fleiri félög sem vantar aðstöðu til æfingar og stúku fyrir stuðningmenn Reykjavíkurfélagana sem lítið dæmi. Eins gæti ég nefnt ÍBV sem mun á næsta ári spila í úrvalsdeild karla þar er enginn stúka sem hlífir áhorfendum fyrir veðrum og vindum þetta ástand er víða um land þar sem knattspyrna er iðkuð.

Mig langar að nefna eitt Reykjavíkurfélagið Fylkir, sem búið hefur við skilningsleysi borgaryfirvalda til fjölda ára þrátt fyrir fögur loforð, ekkert er að marka hvað borgarfulltrúar segja, nema ég veit til þess og það er satt að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri hafði gert skriflegt samkomulag við Fram og ÍR um byggingu nýrra aðstöðu til framtíðar sem er frábært framtak hjá honum. Snúum okkar aftur að Fylki sem er félag í gamalgrónu hverfi í Árbæ þar ríkir neyðarástand vegna fjölgunar, þeirra  sem vilja iðka íþróttir. Nú vill svo til að húsnæðið sem þar er, er sprungið og félagið hefur í nokkur ár sótt um framtíðar staðsetningu við Hádegismóa enn orðið lítið ágengt vegna mótþróa borgarstjóra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Marteins Baldurssonar, og Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem hafa barist gegn þessum áformum og annarra borgarfulltrúa.

Stað þess er reynt að þvinga Fylki fimleikadeild inn í svokallað Mest hús sem var verslunarhúsnæði við Rauðhóla sem er ekki í alfara leið. Með þeim hundraða miljóna kostnaði við breytingar sem það myndi kosta Reykjavíkurborg og skattgreiðendur. Stað þess að hefja samningarviðræður um framtíðarstaðsetningu Fylkis. Nú liggur umsókn fyrir byggingu Búddahofs við Hádegismóa þeirri staðsetningu hefur ekki verið hafnað að ég veit best enda er málið í kynningu og mun sú kynning renna út mjög fljótlega. Það er ömurlegt til þess að vita að gamalgróið knattspyrnufélag sé sett á hakan eins og Óli verkamaður sem hætti í vegavinnunni vegna þess að hann var látinn sitja á hakanum. Þetta er ömurleg þróun mála þeirra sem sitja í borgarráði Reykjavíkur og borgarstjóra.

Ég mun halda áfram með mál Fylkis í Árbæ og mitt félag Fram og fleiri félaga á næstunni.

Jóhann Páll Símonarson.


mbl.is KSÍ rýmkar reglur og setur meira fé í barnastarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband