Eimskip semur um greiðslur.

Það er gaman þegar vel gengur og gaman að sjá hvað Gylfi Sigfússon forstjóri félagsins ásamt stjórn félagsins hafa snúið þessu gamla og góða félagi til góðs, síðan þeir tóku við stjórnartaumunum á sl, aðalfundi félagsins. Sem fram kemur í frétt mbl.is að Eimskipafélag Íslands ætlar að ná takmarki sínu, sem er fagnaðarefni fyrir Íslendinga að svo sé. Eimskipafélag Íslands hefur hafið strandflutninga að nýu til Ísafjarðar og Bíldudals. Hafa þeir flutningar aukist og gengið með eindæmum vel. Og sparnaðinn sem hlýst af þessum flutningum vegna minnkandi i slits á vegum á þessari leið og kostnaði þjóðarinnar við vegaframkvæmdir á þessum leiðum ef ekki væri strandflutningar. Það er von okkar að Eimskipafélag Íslands taki upp sömu þjónustu við alla landsmenn eins og félagið gerði á árum áður. Ég fagna þessu afreki stjórnenda Eimskipafélags Íslands að hefja strandflutninga að nýju og semja við skuldunauta það er mikið afrek fyrir land og þjóð á erfiðum tímum. Megi Eimskipafélag Íslands vegna vel um ókominn ár.

Jóhann Páll Símonarson.  


mbl.is Eimskip semur við skuldabréfaeigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vona að þetta gangi vel

Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður Þórðarson.

Já ég tek undir með þér, Gylfi Sigfússon forstjóri félagsins er afburða maður enda þekkir hann USA út og inn og þau tæki færi sem þar eru í boði. Enda hefur hann starfað þar á vegum Eimskip í ára tugi og veitt þar allt um þjónustu og stjórnun. Enda hefur verið í forsvari fyrir Eimskipafélag Íslands. Þess vegna er mjög gott að hafa forstjóra sem veit hvað rekstur skipafélaga er. Ég tel þetta mjög mikilvægt að ná árangri. Enda hefur Gylfi sýnt það á þessum stutta tíma sem hann hefur stjórnað Eimskipafélagi Íslands til góðra verka.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.10.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll kæri bloggvinur.Ég óska þér og félaginu sem þú hefur ljáð starfskrafta þína svo lengi alls hins besta í komandi framtíð,Sértu ávallt kært kvaddur 

Ólafur Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 03:00

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

Ég vil byrja á því að þakka þér hlýjar kveðjur.

Eins og ég hef áður sagt hefur orðið viðsnúningur  Eimskipafélagsins undir stjórn Gylfa Sigfússonar forstjóra. Enda sýndi það að hlutabréf hafa hækkað að undaförnu sem sýnir að menn hafa trú á félaginu. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.10.2008 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband