Eftirspurn eftir atvinnutækjum og bifreiðum

Stanslaus eftirspurn er nú eftir notuðum atvinnutækjum,bifreiðum frá Íslandi í dag, og hefur sú eftirspurn aukist til muna. Mörg bifreiða umboð hér á landi eru með fyrirspurnir í formi símhringinga frá Hollandi, Noregi, Danmörku, og Færeyjum sem dæmi. Gæti ég talið upp fleiri aðila sem hafa virkilegan áhuga á að fjárfesta hér á landi. Vegna þess hvað gjaldmiðilinn okkar er lár . Síðan eru það notuðu bifreiðirnar sem liggja hérna og tækin sem seljast ekki hér þau skipta hundruðum. Enn nú eru bjartir tímar að losa sig við tæki og bíla sem ekki er þörf fyrir.

Það góða við þetta allt nú er öflugur útflutningur frá Íslandi af allskonar tækjum, sölumenn koma til landsins í hrönnum að  kynna sér ástand tækja og bíla til að geta metið hvað þeir vilja borga hátt verð fyrir þau tæki. Ég veit um aðila sem kaupir öll þau tæki sem hann kemst yfir enn því miður er farið að þrengja að hvað hægt er að kaupa því útflutningur frá landinu hefur verið með því mesta á undanförnum árum.

Hitt er svo annað mál segjum að við vildum hefja framkvæmdir að nýju sem ég ætla að rétt að vona, er ég ansi hræddur um að það myndi taka marga mánuði að byggja markaðinn upp aftur vegna þess að búið er að selja flest tæki úr landi og það má vel vera þá yrði verðið hærra en það er í dag. Enn það verður að bíða betri tíma.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband