Framtíðarverðmæti lífeyrissparnaðar.

Þetta voru fyrirsagnir þeirra sem vildu komast yfir lífeyrissparnað fólks í svokallaðan séreignasjóð. Þessi sjóður átti að tryggja betri afkomu þeirra sem borguðu í þennan sjóð með stuðningi atvinnurekanda. Fólk gerði skriflegan samning við þá aðila sem tóku þessa vörslu að sér, á þessu blaði stóð. Ég óska eftir því að greiðslur fari aðeins í þá ávöxkstunarleið sem ég merki við hér að neðan en færist ekki á milli eftir aldri. Síðan var önnur lína þar stóð. Ég óska eftir því að allt iðgjald mitt (samtals 100%) fari í Lífsbraut Íslenska lífeyrissjóðsins og flytjist sjálfkrafa á milli ávöxtunarleiða eftir aldri.

Þetta var frá 45% í innlendum skuldabréfum, 15% innlendum hlutabréfum, 35% erlend hlutabréf, 5% erlend skuldabréf. Þetta voru leiðir fyrir hópa á aldinum 16 - 44 ára.

60% innlend skuldabréf, 10% innlend hlutabréf, 25% erlend hlutabréf, 5% erlend skuldabréf. Fyrir hópa á aldrinum 45 - 54 ára.

80% innlend skuldabréf, 5% innlend hlutabréf, 12% erlend hlutabréf, 3% erlend skuldabréf. Fyrir hópa á aldrinum 55 - 60 ára.

Lífeyrisbók, verðtryggðum innlánsreikningur fyrir 61 árs og eldri.

Lífeyrisbók, óverðtryggður innlánsreikningur fyrir 61 árs og eldri.

Þetta á við um Íslenska lífeyrissjóðinn sem fólk greiddi í með trúnaðartrausti og öryggi að leiðarljósi og þetta væri besta leiðin að eiga fé á öruggum kjörum. Þegar viðkomandi hættir að vinna og ætlar njóta þess sem eftir væri. Nú er staðan önnur þessi séreignaleið varðandi lífeyrissparnað er búinn að vera, vegna falls bankana og um leið hafa greiðendur misst kannski allt eða hluta af þessum sparnaði sem átti að vera gulltryggður hvað sem myndi gerast. Ekki má gleyma starfsmönnum bankana sem voru sendir í verslunarmiðstöðvar og fyrirtæki til að safna undirskriftum og fullvissa fólk um í leiðinni að þetta væri besta leiðin í að stofna séreignareikning.

Á föstudaginn í síðustu vikur fór ég í bankann sem séreignasjóður minn er í vörslu, þar á ég rúmar 3 miljónir króna. Ég talaði við þjónustufulltrúa hvernig staðan væri, hún sagði mér að þetta mál væri vinnslu og ég fengi bréf sent heim um farmhald málsins. Ég spurði er þetta tapað fé þjónustufulltrúin gat engu svarað um stöðu mála.

Ef fólk hefur lesið skilmála sem voru þegar fólk skrifaði undir þá var það ljóst að bankar gátu gert hvað sem þeir vildu til að ávaxta fé fólksins. Nú stöndum við sem höfum treyst þessu fólki fyrir viðbótarsparnaði okkar með sárt ennið. Ég hefði haldið að lög hefðu tryggt þetta enn svo virðist ekki vera. Ég mun nú í kjölfarið hætta að greiða þetta og losa þar í leiðinni atvinnurekanda undan þeim skildum sem honum ber. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin skuli ekki hafa tryggt þessi réttindi manna sem voru að safna fé til efri ára.

Jóhann Páll Símonarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband