Er stjórnarfar á Íslandi á villigötum?

Á undan förnum vikum hefur alþjóð verið lömuð yfir þeim hörmungum sem hafa riðið yfir okkar þjóð. Bankarnir voru einkavæddir á einni helgi og Ríkistjórn Íslands tók í sína vörslu sparifé þeirra landsmanna sem höfðu lagt fyrir sem vara sjóð, ef einkvað myndi koma fyrir. Ekki nóg með það það virðist hafa verið nægur tími fyrir Ríkistjórn Íslands að mynda sér skoðanir hvernig hefði verið hægt að bregðast við þeim vanda sem var uppi. Þetta lá ljóst fyrir í febrúar mánuði að bönkunum vantaði fé til að standast þær kröfur sem lagðar voru á hendur þeirra og íslenska ríkið leyfið þeim að bólna út og enginn brást við þeim vanda. Hvar var viðskiptaráðherra Samfylkingar? Hvar var varaformaður hjá fjármálaeftirlitinu? Hvar var formaður Samfylkingar?. Var þeim ekki kunnugt um þessi mál á þeim tíma? Sem nú deila harðlega á sinn samstarfsflokk Sjálfstæðisflokk og segja ekkert vita og þetta hafi komið þeim í opna skjöldu?. Hræsnarar.

Eftir þessar hamfarir kemur ýmislegt í ljós þar á meðal að stjórnarmenn í Kaupþings banka hafa niðurfellt skuldir þeirra sem keyptu hlutabréf með kauprétta skilmálum og veð í bréfunum. Mér skilst samkvæmt fréttum að þetta nemi miljörðum króna sem voru feldar niður. Gunnar Páll Pálsson kannast ekkert við málið?.Landsbankinn hefur fullvissað þjóðina að engir slíkir samningar hafið verið þar. Bankastjóri nýa Glitnir segir að sinn kaupréttur hafi ekki náð í gegn fyrir falls bankans. Þetta svar hennar sem er með ólíkindum og væri tilefni að víkja henni úr starfi á meðan rannsókn stæði yfir. Hver skipaði hana til starfa var það ekki bankamálaráðherra Samfylkingar Björgvin G Sigurðsson sá hin sami sem ákvað að taka lífeyrissparnað fólksins í landinu eignarnámi. Er þetta ekki sá sami sem virðist koma að fjöllum er hann er spurður hvers vegna þetta gat skeð með hrun bankana.

Ég segi og stend við það þjóðin mun ekki sætta sig við að eigur fólks eru teknar eignarnámi af þeim sem standa í forystusveit Ríkistjórnar Íslands og þeim gjörðum sem þeir hafa beitt okkur, sem höfum ekkert gert nema að nurla saman auka fé til margar tíma. Þess vegna verður tafarlaust að upprædda alla þá sem hafa brotið lög og reglur. Annað munum við ekki sætta okkur við.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband