5.11.2008 | 11:53
Dagur B Eggertsson jók skuldir borgarbúa.
Nýr hafsögubátur var siglt til landsins frá Damen Shippyards Hollandi í vikunni frá fulltrúum skipasmiðastöðvarinnar. Siglingin gekk vel enn Hollendingunum leyst ekkert á veðráttuna á leiðinni til Reykjavíkur. Báturinn er nú til prófunar og hefur verið í verkefnum síðan hann kom til landsins. Hafsögubáturinn verður skírður Jötunn á föstudaginn með virðulegri athöfn á vegum Faxaflóahafna.
Það sem alvarlegasta í þessu máli er að borgarfulltrúi Samfylkingar Dagur B Eggertsson setti fram þá kröfu að hafsögubáturinn færi í útboð og þar með tafðist smíði bátsins vegna þess að búið var að panta bátinn og hann var komin í smíðaröðina. Þegar ákvörðun Dags lá fyrir þá varð að semja upp á nýtt og báturinn varð að fara í nýja smíðaröð og Faxaflóahafnir urðu því að greiða hærri upphæð enn til stóð vegna gífurlegar gengisbreytingar sem hafa orðið á tímabilinu.
Það er ömurlegt til þess að vita að borgarfulltrúi Samfylkingar hefur komið íbúum í Reykjavík í meiri skuldir, ef hann hefði hugsað málið út frá öðru samkomulagi sem Faxaflóahafnir höfðu gert.
Hitt er svo annað mál sem ég tel mjög brýnt að keyptur verði stór og öflugur dráttarbátur eins og þeir eru með og eru í notkun í okkar nágranalöndum. Þessir litlu bátar ráða ekkert við þessi stóru skip sem hingað koma til landsins ég nefni þessi stóru farþegaskip, stór súrálskip, sem koma til landsins og þurfa hjálp í vonum veðrum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr þessum kaupum, þessir bátar sem hafa verið keyptir og smíðaðir frá sömu skipasmiðastöð. Hægt er að nota þá við aðstoð á minni skipum og þurfa að vera til. Það væri gaman að vita hvað fyrra tilboðið hljóðaði uppá?. Og það síðara? Eingöngu til þess að skattgreiðendur í Reykjavík gættu séð mismuninn.
Jóhann Páll Símonarson.
Nýr Jötunn til hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.