10.11.2008 | 07:57
Hvar eru peningar sem svifu út úr fyrirtækjunum?
Nýlegt dæmi um að forstjóri FL Hannes Smárason hafi lánað 3 miljarða félaga sínum Pálma Haraldssyni til að kaupa flugfélag án heimilda hluthafa FL. Þessi sami forstjóri ber á móti þessu sögu sögnum og segir þær rangar. ? Þegar Hannes Smárason hætti sem forstjóri Fl fékk hann 120 miljónir í starflokasamning fyrir hvað veit ég ekkert um. Laun bankastjóra stórubankana voru ekki af verri endanum sem dæmi 163,5 miljónir króna á ársgrundvelli fyrir hvað veit ég ekki. Það voru fleiri sem höfðu svipuð laun og fóru með miljónir króna í starfslokasamningum.
Forstjóri skipafélags fékk um 140 miljónir í starfslokasamning þegar hann hætti störfum og skildi eftir sig sviðna jörð. Mörg eru dæmin sem hægt væri að taka. Skildi nokkru undra að fyrirtækin í landinu standi illa þegar fyrirtæki eru rekin með þessum hætti. Ef einhver mótmælti á hluthafafundum eða gera athugasemdir þá fannst þeim sem áttu hlut á máli, vera hreina móðgun við störf þeirra. Meira að segja verkalýðsforkólfur hafði í auka tekjur 6 miljónir króna fyrir fundasetu í banka í vinnutíma hans sem forystumaður og leiðtogi í verkalýðsfélagi. Á sama tíma eru launþegar sveltir í launum og ekki er hægt að borga hærri laun til þeirra sem hafa smánarlaun. Á sama tíma hafa forystumenn í atvinnulífinu áhyggjur af stöðu fyrirtækjanna skildi engum undra orð þeirra.
Jóhann Páll Símonarson.
Mörg fyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér. Það er eitthvað meira en lítið að hérna.
Hagbarður, 10.11.2008 kl. 08:34
Góðan dag félagi Jói.
Það er þetta þjófagengi sem hefur farið ránshendi um þjóðfélagið , sofandi stjórnvöld og eftirlitsstofnanir sem fólk er að mótmæla. Þeir sem komu okkur með græðgi og eða fávisku í þessa stöðu eru ekki fær um að koma okkur þaðan aftur. Það þarf engan að undra að engin skuli lána fólki fé, meðan fólk er við stjórn, sem kann ekki með það að fara
Fjölmiðlarnir eru á valdi þeirra sem sigldu öllu í strand og gera lítið úr fólki sem er að vekja athygli á ástandinu. Þökk sé forsetanum.
Ríkissjónvarpið tekur drottningarviðtöl við valdhafana, en Stöð 2 við bankaræningjana. Hvað skildi þetta dæmalausa viðtal Björns Inga við Sigurð Einarsson hafa átt að fyrirstilla. Hugsanlega keppni um það hvor þeirra er siðblindari ?
GOLA RE 945, 10.11.2008 kl. 09:01
Heill og sæll Hagbarður.
Já ég tek undir með þér og vert væri að skoða betur hvers vegna þetta fór svona.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 10.11.2008 kl. 10:48
Góðan dag félagi á Golu RE 945.
Ég get tekið undir með þér varandi fjölmiðla og starfmanna á þeirra vegum. það eru einstakir frétta menn sem ala á hatri í garð stjórnvalda sem er mjög slæmt fyrir lýðræðið í landinu. Betra væri að fjalla um málin með staðreyndum.
Varandi Ólaf Ragnar Grímsson forseta lýðveldisins ég veit ekki annað að sá maður var á vegum þessarar auðmanna hvert sem þeir fóru og tók undir hvert orð sem þeir sögðu. Og vert væri að skoða stöðu hans í ljósi hvað hefur skeð síðan.
Ég man ennfremur eftir fjölmiðlafrumvarpinu sem var borið fram af Menntamálaráðherra það ætlaði allt að ganga af göflunum þegar það var borið fram. Hvað segja þeir sem voru á móti á þeim tíma núna þegar fjölmiðlar eru komnir á eina hendi hvar er lýðræðið?
Ég ætla ekkert að þakka forsetanum fyrir þau verk.
Ég tek ekki undir að þessir menn hafi stolið neinu fyrr en það liggur ljóst fyrir. Þá mun ég tjá mig um þau mál ekki skal standa á mér nóg er skaðinn.
Varðandi þetta drottningarviðtal þar sem Sigurður Einarsson var með puttann í nefinu á sér í þessu viðtali var margt sagt enn menn greinir á um stöðu mála. Hverir segja satt það mun koma í ljós.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 10.11.2008 kl. 11:10
Góðan dag Náðargjöf.
Þetta gildir um alla nema smákaupmenn þeir hafa ekki efn á því að borga ofurlaun. Enda sannar það hvað þeim hefur fækkað ört að undanförnu.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 10.11.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.