12.11.2008 | 00:47
Orkuveita Reykjavíkur á við fjárhagsvanda.
Ég tek undir frétt Morgunblaðsins að fjárhagsstaða sé mjög slæm hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er það slæm að ekki er hægt að bora tilraunaboranir lengur nema með leyfum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Ef niðurstaða fæst þá má kannski bora 1 holu. Jarðboranir hafa sérhæft sig í að bora fyrir orkufyrirtækin í landinu og ennfremur fyrir erlend fyrirtæki og haft góðan orðstír vegna sér kunnáttu og fagmennsku sem þetta fyrirtæki hefur sýnt í áratugi.
Nýjar boranir voru fyrirhugaðar við Hellisheiðarvirkjun en nú hefur sú staða snúist við vegna fjárskorts og þar með hefur öllum framkvæmdum og borunum verið frestað og áhyggjur manna hafa aukist vegna fjárhagsvanda og niðurstöðu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem stjórnendur og borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar trúðu ekki að það væri raunin.
Það hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar vegna orkuvöntunar fyrirtækja sem nú er bíða eftir að fá orku til framleiðslu. Fyrirtæki sem vilja efla atvinnulífið og ekki veitir af þegar þrengir að á vinnumarkaði. Það vekur furðu að þetta stóra fyrirtæki Orkuveita Reykjavíkur sé nú illa statt fjárhagslega. Hvað hefur valdið þessari stöðu. ? Ég mun ekki trúa því að fyrirtækið hafi ekki nægt fé til rekstrar. Sjálfur mun ég ekki trúi því að helsta mjólkurkýr íbúa í Reykjavík sé á vonarvöl þessa dagana.
Það er furðulegt að Hjörleifur Kvaran nýráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur ekki hugmynd hvað fyrirtækið skuldar og hver staðan er. Ég tel að íbúar í Reykjavík muni ekki sætta sig við þessi svör forstjóra og fulltrúa Reykjavíkur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða stjórnenda Reykjavíkurborgar. Nú spyr ég? borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sem eru með meiri hluta stjórn í borgarstjórn sem áttu hlut í að fella fyrrverandi borgarstjóra Vilhjálm Þ Vilhjálmsson og sverta mannorð hans. Hvar eru þið nú?. Ég er ansi hræddur að risið á ykkur sé ekki hátt þessa dagana. Ykkur hefði verið nær að verja Vilhjálm á sínum tíma þegar landráðamenn reyndu að komast yfir auð Orkuveitu Reykjavíkur með öllum til tækum ráðum.
Stað þess hafið þið stunda eineltistilburði á hendur Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni. Þetta er staðreynt mála. þið sem hafði staðið af þessum tilburðum hafið skaða Sjálfstæðisflokkinn í leiðinni. Ég veit hverjir stóðu að þessum gjörningi og ég mun ekki sætta mig lengur við þetta ástand. Það gengur ekki upp að þetta fyrirtæki standi nú á brauðfótum og á ekki fé til framkvæmda og Hjörleifur Kvaran heldur áfram að segja ósatt eins og fyrrverandi samstarfsmenn, Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar sem var komið úr embætti með slúðri og eineldi á hendur honum. Það munu síðar rísa hér upp öfl sem munu ekki sætta sig við þessa niður stöðu hvernig var farið óðgeðslega með Vilhjálm Þ Vilhjálmsson sem á betra skilið enn honum var boðið uppá á þeim tíma.
Jóhann Páll Símonarson.
Áform orkufyrirtækja í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vandinn er rétt að byrja. !!!
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.11.2008 kl. 00:49
Heill og sæll Þorsteinn.
Það má vel vera sem þú bendir á. Ég mun ekki sætta mig hvernig var farið með Vilhjálm Þ Vilhjálmsson hann á betra skilið frá borgarbúum og hans félögum.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 12.11.2008 kl. 00:57
Það voru fjórir men sem kærðu væntanlega sameiningu Rei og Green Energy til EFTA kæran var efnislega tekin fyrir hjá EFTA og kynnt Íslenskum stjórnvöldum og þá fór þekkt atburðarás í gang sem endaði með aðförinni að Villa
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.11.2008 kl. 01:07
Heill og sæll Þorsteinn.
það er margt sem ég get sagt og veit hvers vegna þessi ógeðslega aðför var geð að Vilhjálmi þ Vilhjálmssyni.
Ég mun ekki gefa flokkfélögum hans eftir þau vinnubrögð sem voru viðhöfð gegn honum. Eins veit ég um þekkt nöfn sem gerðu það sama
Þakka þér fyrir þetta það mun verða skoðað betur og mun bætast í safnið.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 12.11.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.