Hvaðan kemur þessi gjaldeyrir?

Það er með ólíkindum hvernig hægt er að nálgast gjaldeyrir með því að hringja í uppgefið númer þá virðist allar ferðir vera færar. Mér brá illilega við þegar ég var að fletta fréttabalðinu í dag og var að skoða auglýsingar hvað væri til sölu og ýmislegt sem stóð til boða. þegar ég lít neðarlega á blaðið sé ég auglýsingu frá tveimur aðilum sem gefa upp símanúmer hjá sér.

Þar stendur Evrur til sölu bæði hér og erlendis 200 krónur evran. Uppl. í síma 8418311 ég fór að leita hver væri skráður eigandi upp kom nafnið Ólafur Björn Ólafsson Brekkubyggð 5 210 Garðabæ.

Hin auglýsingin hljóðaði svo. Evrur og dollarar til sölu, mikið magn til afhendingar hérlendis og erlendis uppl. í síma 6187001. Ég reyndi að fletta upp í símaskrá þar kom upp ekkert nafn.

Ég tek það fram það má vel vera að það sé prakkaraskapur í þessari auglýsingu og sé verið að koma höggi á viðkomandi. Enn auglýsingardeild Fréttablaðsins útbyr þessa auglýsingu og sér um að auglýsa það. Og viðkomandi greiðir fyrir auglýsinguna.

Ef þetta er allt rétt þá er komið hér upp á landi svartamarkaður fyrir gjaldeyri svipað og ég var til sjós og ég var að ferðast á milli landa í þá daga. Ég ætla rétta að vona að þessir dagar komi aldrei aftur. Hitt er svo annað mál hvaðan kemur þessir gjaldeyrir sem þarna stendur til boða.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband