Kaupum notaða ferju strax handa íbúum í Vestmanneyjum.

 Karl Gauti Hjaltason sýslumaður og bloggari í Vestmanneyjum ofbýður framganga Samgönguráðherra að hætta við samningsviðræður við þýsku skipasmiðastöðina um smíði nýs Herjólfs. Ég get ekki tekið undir margt enn ekki allt sem sýslumaðurinn segir.

Alvarlegasti hluturinn í máli sýslumannsins er að skipi og fólki er stefnt í hættu vegna tíðra bilana sem hafa verið að undanförnu segir sýslumaðurinn og nú er skipið með bilaða ugga sem hann talar um. Er þetta ekki veltu flapsar sem eru settir út á siglingu sem eru til þess að minka veltu skipsins ég hefði haldið það.

Það er alvarlegur hlutur ef farþega ferja sem flytur vörur og fólk sem ferðast með börnin sín milli lands og eyja er ekki í lagi. Ferju sem er siglt á erfiðasta hafsvæði heims þar sem veður eru válind. Það er ekki góð tilfinning að vita til þess að skip sé ekki í lagi. Hvers vegna stöðvar ekki Siglingarmálastofnu Ríkisins sem er eftirlitsaðili skips sem ekki er siglingarhæft. Er stofninn ekki að sinna skyldum sínum? Hvað ef bilaður bíll keyrir um göturnar er hann ekki færður til skoðunar. Jú hann er færður til skoðunar og annað hvort er klippt af honum númerið eða hann fær frest til að lagfæra hlutina. Hvað með flugvélar sem standast ekki kröfur. Þær eru stöðvaðar strax og skýrslu skilað til rannsóknarnefndar flugslysa. Ef sýslumaður í Vestmanneyjum ofbýður ástandið af hverju stöðvar hann ekki skipið strax með kyrrsetningu vegna þess að skipið stenst ekki þær reglur og kröfur sem á að fara eftir eins og hann bendir á vegna tíðna bilana. 

Mér finnst hann rugla saman pólitík og öryggismálum skipa sem er sitt hvort málið. Vandi Vestamanneyinga er að þeir geta ekki notað samgöngur, eins og við hin sem getum keyrt um þjóvegi landsins. Enn því miður er sú þjónusta ekki til staðar nema með skipi því íbúarnir þurfa að greiða fyrir sína þjónustu hvort það er með flugi eða skipi þegar þeir þurfa að leita sér sérfræði þjónustu hjá læknum í Reyjavík eða annað sem lítið dæmi.

Einn bloggarinn talaði um frekju þeirra sem búa á afskektum stað. Þetta er ekki svaravert að mínu áliti. Ég tel mig þekkja til betur vegna viðkomu minnar sem sjómanns í ára tugi. Íbúar í Vestmanneyjum sem þarna búa eiga betra skilið enn skítkast frá fólki sem þekkir ekkert til staðhátta. Fyrst þessi staða er kominn upp þá stöðvum við framkvæmdir í Bakkafjöru og kaupum notaða ferju strax með góðan ganghraða á meðan ástandið er svona. Ég tek undir með íbúum þeir þurfa góða og örugga þjónustu eins fljótt og auðið er. Það verður ekki gert nema að kaupa notaða ferju fyrir minna fé enn að kaupa nýtt. Ég hef áður bent á þessa hugmynd.

Jóhann Páll Símonarson. 


mbl.is Smíði Vestmannaeyjaferju frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband