16.11.2008 | 16:07
Tökum upp dollar í stað krónu.
Margar kenningar eru uppi sérstaklega frá þingmönnum Samfylkingar og ráherrum flokksins sem vilja taka upp evru og ganga í Evrópubandalagið strax. Því miður ganga málin ekki fyrir sig þannig, ferillinn er lengri enn fólk heldur. Fyrir utan það, allir skilmálar eru á þann veg að þjóðinni verður miðstýrt frá Brussel af Evrópubandalaginu. Þar með verðum við að beygja okkur undir þeirra reglur sama hvað raular og tautar. Þeir munu taka fiskimiðinn okkar sem hefur haldið í okkur lífinu frá aldar öðli. Var það ekki íslensk þjóð sem stóð í þorsveiði stríði við Breta, og unnu stríðið þrátt fyrir að þeir sendu hingað herskip á móti vopnlausri þjóð. Meira að segja Frakkar hættu, Þjóðverjar hættu og fleiri þjóðir sem stundu veiðar hér við land hættu. Vegna útfærslu landhelginnar í 200 mílur.
Ég er á þeirri skoðun að Sjálfstæðismenn eiga að gera tvíhliðasamning við Seðlabanka Bandaríkjanna um að taka upp dollar í stað krónu. Ég tel þennan kost vænlegri enn að taka upp evru og þeim skilyrðum sem evru mynt fylgir. Dollara myntin mun auka hagvöxt í landinu til langframa. Þess vegna eiga Sjálfstæðismenn strax að senda út okkar fólk og ná tvíhliðasamningum ekki seinna enn í næstu viku þá myndi þetta mál vera komið í höfn. Til þess að ná atvinnulífinu í gang verður að taka upp aðra mynt við getum ekki endalaust haldið áfram á þessari braut. Fyrirtækin eru að gefast upp, fjöldi fólks stendur nú uppi í sömu stöðu og fyrirtækin í landinu. Þess vegna tel ég Sjálfstæðismenn í kjör aðstöðu að skipta nú yfir í dollar og ná þar með yfirburðaforystu í stjórn landsins.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála því að við getum ekki haldið krónunni lengur gangandi eins og málin standa í dag,en ég er reyndar að fallast á það að við værum best geymd innan Evrópusambandsins,en það er ekkert sem gerist sí svona,þetta er framtíðaráætlun.
María Anna P Kristjánsdóttir, 16.11.2008 kl. 19:50
Það sagði einhver spekingur í útvarpinu að það væri útilokað að við gætum tekið upp dollara því því það væri ekki ríkið sem hefði um það að seigja heldur einstaklingur og það yrði aldrei hægt fyrir okkur að nálgast það.
Guðjón H Finnbogason, 17.11.2008 kl. 23:27
Góðan dag María.
Varandi að fara í Evrópusambandið hef ég miklar áhyggjur af og þeim afleiðingum sem þeim fylgja. Ég tel að glapræði að fara þá leið að mínu áliti.
Ég hef verið með þessa hugmynd í viðræðum við fólk flestir sem ég hef reifað þetta mál. Eru á sömu skoðun og ég að taka upp dollar í stað krónu.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 18.11.2008 kl. 12:56
Góðan dag Guðjón.
Ég tel ekkert útilokað að taka upp dollar í stað krónu. Til þess að því geti orðið verðum við að hefja samningarviðræður við seðlabanka Bandaríkjanna og gera við þá tvíhliðasamning um að taka upp dollar í stað krónu.
Það vantar vilja til þess geti orðið. Hitt er svo annað mál sem er alvarlegasta í þessu er að ákveðinn hópur stjórnmálamanna í öllum flokkum við taka upp evru í stað krónu. Og framselja þar með völdin til Brussel. Og þar með höfum við ekkert við Alþingi að gera lengur. Lokað þar með fyrir fullt og allt.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 18.11.2008 kl. 13:07
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ekki umboð fyrir því í USA því það er ekki hægt fyrir Evrópuríki að taka upp dollar,eftir því sem þessi lærði maður kom með fram í RUV
Guðjón H Finnbogason, 18.11.2008 kl. 19:43
Heill og sæll Guðjón.
Þingið í Bandaríkjunum hefur yfirráð yfir seðlabankanum og eins og ég bendi þér á. Er hægt að gera tvíhliðasamning, það er gert með samningum. Eins og gert er í flestum ríkjum í mið -Ameríku þar er dollar. Þar þurfa menn ekki að afsala sér fullveldinu, stór munur á.
Hin vegar ef þú vilt afsala þér fullveldinu þá velur þú Evru mynd. Þar er skoðana munur á milli okkar.
Ég held að þinn læri föður sé Evrópusinni og hugnast ekki þessi hugmynd mín.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 18.11.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.