Hvalur hf hefur fengið leyfið.

BBC- fréttastofa segir hafa eftir háttsettum embættismanni í japanska viðskiptaráðuneytinu að Hvalur hf hafi fengið innflutningsleyfi fyrir 60 tonnum af langreyðar kjöti sem hafði legið í tollgeymslu síðan í Júní. Jafnframt hefur kjötið verið rannsakað með heilbrigðiskröfur í huga.

Ég tel þetta vera fyrsti vísirinn að við getum hafið hvalveiðar að nýju og þar með nýtt hvalastofninn í samræmi við lög og reglur. Sjórinn er fullur af þessum dýrum sem éta þúsundir tonna af okkar fiskveiðarstofni á hverju ári. Nýlega sáust 2 Hnúfubakar í Faxaflóa að spóka sig, bátur sem þar var á siglingu með ferðamenn brá í brún að sjá þessi dýr svamla þarna í leit af fæðu. Þess vegna hvet ég stjórnvöld að gefa leyfi fyrir að hefja hvalveiðar að nýju.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband