18.11.2008 | 17:41
Hættum að kenna öðrum um hvernig fór.
Ég tek undir með Gylfa Zoega deildarforseta og prófessor við Háskóla íslands. Þar segir hann að það sé ekki rétt að slást innbyrðis, undir það tek ég. Mikill umræða hefur verið um bankana eftir að þeir voru teknir yfir af ríkinu með þeim afleiðingum sem hlaust af þeim gjörningi. Skildi engum undra þau viðbrögð sem þjóðin hefur sent frá sér eru skýr. Að ekki verði unnið á sömu nótum og hefur verið um bankastarfsemi og eftirlitstofnanir sem hafa brugðist trausti þjóðarinnar.
það sem mig langar að koma á framfæri hvernig væri að við myndum hætta í bili að ræða um negatíf mál dag eftir dag og snúa umræðunni til betri vegar. Ég mæti ekki svo í vinnuna að talað er um það versta sem hægt er að hugsa sér ekkert jákvætt nema dapurleiki sem mætir mér. Það sama á við félaga minn sem hugðist taka sér smá hvíld frá þessari umræður með því að fara í sund. Nei það var ekki hægt þar var rætt um negatífa hluti og endaði með því að viðkomandi snéri við og fór heim aftur. Hugsið ykkur stöðugir fundir fólks sem mér finnst sjálfur vera sendiboða frá stjórnarflokkum í stjórnarandstöðu til þess eins að koma á óstöðugleika á milli fólks sem veit ekki hvern fótinn það á að stíga á erfiðum tímum. Nú er nóg komið af þessari umræðu fólk er þreytt og vill frá frið.
Það alvarlegasta er fólkið með fjölskyldur sem hefur misst allar eigur sínar og mun ekki geta haldið sína jólahátíð eins og við hin. Vegna þess að fólkið hefur tapað eignum sínum og veit ekkert hvert það á að snúa sér. þetta tiltekna fólk lokar sig inni og þorir ekki að tala við neinn. Hugsið ykkur ástandið hjá þessu fólki sem á ekki neinn til að tala við eða fá hjálp. Væri ekki nær að við myndum taka höndum saman og biðja presta landsins að opna kirkjur landsins til þess eins að fá birtu og ill í hjarta fólk og taka á móti boðskapi frá Jesús KRISTI og boðskap um betra líf. Peningar eru ekki allt í lífinu, ekki förum við með peninga yfir gullna hliðið. Það er kærleikurinn sem er ofar í röðinni. Hins vegar væri gott að við myndum styðja hvort annað og reyna að hjálpa þeim sem hafa farið mjög illa út úr þeim hremmingum sem hafa riðið yfir fjölskyldur sem standa höllum fæti í lífinu. þegar stutt er í að jólin munu koma og hátíð í bæ. Gefum hvor öðru hlýu og ill í hjarta. Höldum áfram með lífið, það mun bita upp mjög fljótt og framtíðin mun verða björt, það sem eftir verður.
Jóhann Páll Símonarson.
Gylfi: Ekki rétt að slást innbyrðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.