Sjórán vinda upp á sig.

Sjórán undan ströndum Sómalíu eru að verða tíðari enn þau voru. Nú er svo komið að skipa sem sigla þessa hættulega leið eru í stöðugum ótta. Vegna þeirra hættu að verða fyrir árás sjóræningja og eigendur skipa krafðir um lausnargjald. Sjóræningjar eru sér þjálfaðir til þess að stökkva um borð á næturlagi án þess að nokkur verði var við þennan líð. Hugsið ykkur fríborðið á olíuskipinu Sirius Star sem var rænt nýlega hvað geta áhafnarmeðlimir gert sem eru með hættulegan farm innanborðs. Ekki neitt vegna þess að ekki má nota neitt sem getur valdið íkveikju.

Þetta er stærsti fengur sjóræningja til þessa sem þeir hafa gert atlögu að og náð skipi á sitt vald. Þeir eru ekki hættir því þeir hafa rænt fraktskipi frá frá Hon Kong fyrir utan stöndum Yemen. Nýjustu fréttir herma að fleiri fraktskip þar á meðal frá Íran, Grikklandi, og eitt fiskiskip með 16 áhafnarmeðlimum frá Tælandi hafi verið rænt í gærmorgun.

Rússar, Frakkar, Þjóðverjar, Spánverjar, Grikkir, Portúgalar, Svíar og Norðmenn, ætla nú að senda sín herskip til að vernda eigendur skipa fyrir sjóræningjum. Nú er stóra spurningin hvernig mun þetta ástand verða þegar þessi floti herskipa verður komin til Sómalíu. Alla vega er ekki hægt að glæpamenn komist upp með að stunda sjórán án þess að tekið verði á því með viðeigandi hætti.

Jóhann Páll Símonarson 


mbl.is Krefjast 25 milljóna dala lausnargjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband