5.12.2008 | 19:35
Straumur á fljúgandi ferð.
Willam Fall forstjóri Straums hefur náð undraverðum árangri síðan hann tók við forstjóra starfinu. Enda hefur hann staðist öll próf sem hann hefur farið í gegnum. Ekki síst þegar flóðbylgja skall á fjármálalífið með hörmulegum afleiðingum með falli Landsbankans, Glitni, og Kaupþings og margir sitja nú með sárt ennið og vitja ekki sitt rjúkandi ráð og hafa tapað og sumir öllu sem þeir áttu. Sem ég skil mæta vel.
Straumur hefur staðið af sér þetta áfall vegna góðra eiginfjárstöðu, þessi staða er búin að vera lengi. Straumur hefur ætið skilað hagnaði og hluthafar hafa notið góðs af hagnaði fyrirtækisins. Starfsfólk er dýrmætasta auðlind fyrirtækisins á því vaxtarstigi sem bankinn hefur verið að ganga í gegnum með þekkingu, fagmennsku og heilindum.
Stafsmönnum hefur fjölgað á öllum afkomusviðum og stoðsviðum enda sýnir vöxturinn það starfsmönnum fjölgaði úr 80 manns í Reykjavík í 110 á árinu 48 starfsmenn starfa í London sex í Stokkhólmi og gæti fjölgað. Auk þess hefur starfsmönnum fjölgað í Kaupmannahöfn úr 11 í 23 starfsmenn á stuttum tíma sem sýnir glöggt dæmi hvað Willam Fall forstjóri og stjórn félagsins hefur náð góðum árangri rekstri Straums. Enda ákvað stjórnin að heildar arðgreiðslur yrðu fyrir árið 2007 48,9 miljónum evra sem samsvarar 0,0047 evrum á hlut eða 30% af hagnaði ársins. Við hluthafar getum verið stoltir að vera með í stækkun Straums á alþjóðavetfangi og hafa gott starfsfólk með okkur í stækkuninni sem mun stækka okkar hlut í framtíðinni.
Jóhann Páll Símonarson.
Bætt staða Straums | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.