11.12.2008 | 23:25
Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson andmælir útsvarshækkun á borgarbúa.
Það er ekki á hverjum degi þegar berast fréttir um að forseti borgarstjórnar skuli stinga við fótum við útsvarshækkun um 0,5 prósent á borgarbúa í Reykjavík. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri finnst nóg komið af hækkunum á heimilin í landinu og vil finna aðrar leiðir til að leysa mál Reykjavíkurborgar, að því er unnið dag og nótt að finna leiðir til að komst til botns í þeim málum sem nú liggja fyrir. Forseti borgarstjórnar getur þess að borgin geti ekki hækkað gjöld á ýmissar þjónustu greinar vegna slæmra stöðu heimila í Reykjavík. Undir það tek ég með Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni sem hefur ætíð staðið eins og klettur með borgarbúum.
Ég tel og hef áður sagt að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson er okkar öflugasti borgarfulltrúi með reynslu og þekkingu. Þótt það hafi verið sótt af honum með óbilgirni af borgarfulltrúum, Það sama verður ekki sagt um ríkistjórnina sem samþykktu lög í dag að heimila sveitafélögum að hækka útsvar um 0,5 prósent. Ríkistjórnin var ekkert að hugsa um hag fólksins í landinu, hvað þá heldur hag borgarbúa. Ég tek undir með Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni að standa vörð um hagsmuni borgarbúa og Reykjavíkurborgar eins og þú hefur ætíð gert með sóma.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.