13.12.2008 | 12:43
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hótar stjórnaslitum.
Verði niðurstaða landsfundar sjálfstæðismanna í janúar á þá leið að að sjálfstæðismenn hafni aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið þá mun Samfylking slíta stjórnmálasamstarfinu. þetta viðurkenndi formaður Samfylkingar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í viðtalsþætti í vikulokin á Rás 1 í morgun. Þá liggur það fyrir að þetta stjórnarsamband er að líða undir lok og Sjálfstæðisflokkurinn má nú fara að skoða sinn gang og spyrja sjálfstæðismenn hvað þeir vilja gera í framhaldinu. Valdið er hjá sjálfstæðismönnum hverjir munu verða í framvarðasveit flokksins á næsta landsfundi flokksins ég tel að þessi fundur muni skera út um það hvort við viljum afhenta Lýðveldið Ísland á silfurfati til aðildaraðila að Evrópusambandinu og afsala okkur í leiðinni sjálfstæðinu.
Ég er á þeirri skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að taka upp nýja mynt Dollar til að tryggja sjálfstæði Íslendinga og þar með óháð Evrópusambandinu. Verði þetta niðurstaða Landsfundar er ég hræddur um að staða flokksins muni styrkjast því meiri hluti þjóðarinnar vill ekki gefa sjálfstæðið eftir. það mun koma í ljós þegar gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun þjóðin hafna þeirri hugmynd Samfylkingar að afsala sér öllum réttindum í lýðræðislegum ríkjum eins og Íslandi.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir orð þín Jóhann. Sjálfstæðisflokkurinn þarf strax að fara að huga að samstarfi um nýja ríkisstjórn. Samfylkingin er ekki á vetur setjandi, eftir útspil Ingibjargar. Spurnig er, hvort allt lið Samfylkingar er reiðubúið að fylgja henni í eyðimerkurgönguna. Ekki þarf þó að spyrja um hug Eyðimerkur-Þórunnar.
Þetta er annars ljótur leikur hjá Ingibjörgu, að nota efnahags-erfiðleika líðandi stundar, til að þvinga fram breytingu á stjórnar-sáttmálanum. Þegar núgildandi stjórnarsamningur var gerður, var sátt á milli flokkanna um að halda Evrópu-vitleysunni utan ákvarðana. Að öðru leyti hefur Ríkisstjórnin alla möguleika til að fást við efnahagsmálin, enda hefur ESB-aðild ekkert með þau að gera.
Um þessa fyrirætlan Samfylkingarinnar, að slíta ríkisstjórnar-samstarfinu, segi ég bara: verði þeim að góðu. Sjálfstæðisflokkur getur til dæmis myndað meirihluta með VG (34 þingmenn), eða Framsókn og Frjálslyndum (36 þingmenn). Við þurfum ekkert á Samfylkingunni að halda.
Það verkefni sem nú blasir við stjórnvöldum, er að taka upp stöðugan gjaldmiðil og skapa þannig undirstöðu fyrir stöðugt efnahagslíf, með lágum vöxtum og afnámi vísitölutryggingar á lánum. Þetta verður bezt gert með festingu við USD og stofnunar Myntráðs Íslands. Seðlabankinn verður lagður niður, enda hefur hann einungis verið til óþurftar.
Ef þjóðin vill einhvertíma ganga til liðs við ESB, sem verður vonandi aldreigi, er nauðsynlegt að mæta til leiks með fullskipað lið. Þeir sem vilja fara á hnjánum til viðræðna um aðild, eru ekki með hagsmuni okkar þjóðar í huga. Getur verið að Samfylkingar-fólk vilji fremur vera feit svín í ESB, en frjálsir Íslendingar ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 21:58
Sæll Jóhann, af hverju Dollara, af hverju ekki Norsku krónuna? Er ekki Bandaríkin á leiðinn á hausinn? Hvað með þá staðreynd að við erum búinn að taka tvo þriðju hluta af reglugerðum Evrópusambandsins? Mér finnst alltof mörgum spurningum ósvarað til að geta myndað mér skoðanir á þessum mestu örlagamálum sem Íslendingar hafa staðið fyrir. Með þá von í hjarta að geta fengið svör kveð ég þig héðan frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 02:21
Ef þú spyrðir mig Helgi, þessara spurninga myndi ég svara:
Frá 1971 hefur Dollarinn verið bakhjarl peningakerfis heimsins, að svo miklu leyti sem gjaldmiðill einnar þjóðar getur verið í slíkri stöðu. Dollarinn er eini alþjóðlegi gjaldmiðill heimsins, sem lýsir sér í því að 3/4 allra Dollara eru í notkun utan Bandaríkjanna. Dollara-svæðið er því að minnsta kosti fjórum sinnum stærra en Bandaríkin ein eða þá Evru-svæðið.
Þetta birtist einnig í því, að gjaldeyris-varasjóðir þjóða heimsins eru að 65% í Dollurum, en 25% eru taldir í Evrum. Jafnframt eru öll hrávöru-viðskipti heimsins í Dollurum. Ef Íslendingar eru að leita að traustum alþjóðlegum gjaldmiðli, til að koma á stöðugleika hins Íslendska gjaldmiðils, er valið augljóslega USD.
Í ljósi þessa er það í hæsta máta undarlegt, að einhver skuli leggja til upptöku Evru eða enn frekar upptöku Norskrar Krónu. Ef við ætlum að taka upp sterkan gjaldmiðil, hvers vegna þá ekki að taka upp sterkasta gjaldmiðilinn ?
Hvort við höfum tekið upp einhverjar reglugerðir ESB, eða ekki skiptir varla máli, því að málið er of mikilvægt til að horfa í einhvern prentunar-kostnað. Svo lengi sem við erum í hinu illræmda EES, halda reglugerðirnar hvort sem er gildi sínu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 10:35
Heill og sæll Loftur.
Það er rétt hjá þér þegar stjórnar sáttmálin var gerður þá átti aðild að Evrópusambandinu að bíða þar til kjörtímabilinu væri lokið síðan ef Sjálfstæðisflokkurinn vildi taka upp þá stefnu gæti hann gert það. Það hefur legið fyrir að Samfylking vill afsala sér sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stendur höllum fæti og varð að sýna sitt andlit sem leiðtogi. það er rétt hjá þér Sjálfstæðisflokkurinn þarf fyrst að skoða sín innri mál og stefnu áður enn haldið verður lengra með því að huga að gömlum og góðum gildum stétt með stétt. Það kjör orð virðist hafa gleymst.
Ég vil að við höldum sjálfstæði okkar sem sjálfstæð þjóð og tökum upp Dollar í stað krónu. Ég stend vörð um sjálfstæði þjóðarinnar fram í rauðan dauðan. Við eigum ekki að taka skipunum frá Brussel það er mín skoðun.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 14.12.2008 kl. 14:35
Það er dapurlegt hlutskipti Samfylkingar og forvera hennar Alþýðuflokks, að vera ávallt fremst í flokki þegar landráð eru unnin gegn Íslandi. Má ég minna á:
Jón Baldvin og Alþýðuflokkurinn hömuðust á þeirri fullyrðingu 1993, að aðild að EES fæli ekki í sér framsal fullveldis. Þess vegna þyrfti ekki að spyrja þjóðina álits. Ekkert væri að óttast "vini okkar og bandamenn" í ESB. Hvað hefur komið á daginn ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 15:02
Heill og sæll Helgi.
Það er rétt hjá þér við erum búnir að samþykkja töluvert af samþykktum Evrópusambandsins. Það segir mér ekkert um hvort þjóðin vilji afsala sér sjálfstæðinu fyrir fullt og allt. Ég held þegar þjóðin hefur gert upp hug sinn munum við ekki samþykkja þann sáttmála.
það yrði skrýtið að sjá Alþingi fyrir sér með 3-4 þingmenn þá væri komin grundvöllur að leggja löggafar samkomuna niður og færa valdið til Brussel vill þjóðin það, ekki held ég það. Ekki ég Jóhann Páll Símonarson.
Varðandi Dollar er búin að vera gjaldmiðill heims frá minni tíð og þar sem maður kemur og víða í heiminum er miðað við Dollar.
Ég tek undir með þér það vantar faglega umræðu um þessi mál. Að fara inn í Evrópubandalagið þá munum við afsala okkur fiskimiðum í kringum Ísland sem við höfum byggt upp og verið aðall atvinnuvegur og tekjulind okkur frá því að landið hlaut sjálfstæði.
Fá síðan allan fiskveiðiflotann frá þessum löndum á miðin hjá okkur vilja menn það nei. Það er nóg komið af þessu reglugerða rugli við eigum sem þjóð að einbeita okkur að hugsa um hag okkar og taka upp nýa mynt sem heitir Dollar og þá eru við laus allra mála.
Með bestu kveðju til suðurhafs eyja.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 14.12.2008 kl. 15:04
Heill og sæll Loftur.
Já það er rétt hjá þér Jón Baldvin Hannibalsson hefur logið að okkur síðan ég mann eftir honum og hefur platað margan mann með sinni sannfæringu. Enn ég hef aldrei haft trú á honum sem fyrrverandi stjórnmálamanni.
Þessi maður kennir sig við alþýðuna í landinu eru menn búnir að gleyma því. Jón Baldvin hefur ekki haft lág launafólkið með sér þegar hann sjálfur skrifaði undir þennan samning á sínum tíma.
Eða reynt að upplýsa þjóðina hvað hann hefur stuðlað að afhenda sjálfstæði heillar þjóðar á silfurfati til ríkja sem búa við versnandi efnahag og atvinnuleysi og örbirgð.
Flokkur Samfylkingar mun fjara út með tímanum þegar fólk hefur séð í gegnum hann.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 14.12.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.