Er uppgjör gömlu bankana sukk ?.

Við uppgjör gömlu bankana kemur ýmislegt í ljós í Landsbankanum situr Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri sem rannsakar sjálfan sig. Þessi sami Sigurjón hafði 163,5 miljónir í laun á síðasta ári ég sjálfur gagnrýndi það á síðasta aðalfundi gamla bankans. Ég var sá eini sem gerði athugasemd við þessi ofurlaun upptakan af þessum fundi var fjótlega tekin burtu af heima síðu bankans og sást ekki oftar. Sigurjón Þ Árnason er með Tryggva Jónsson einn af baugsfélögum sér við hlið að gera upp skuldir og eigur gamla bankans sem er í eigu þjóðarinnar. Hvers vegna eru þessir menn ekki fjarlægðir burtu strax.? Hvar eru þið Alþingismenn eru það ekki þið sem eigið að passa okkar hag og verja okkur fyrir þessu óreiðumönnum.

Er það rétt sem Jón Gerald Sullenberger sagði frá í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag. Að Jón Ásgeir ásamt sínum félögum hafi misnotað ýmis félög Tryggingarmiðstöðina, F.L. Group sem síðan hét Stoðir. Stofnaði fullt af fyrirtækjum Dagsbrún, Teymi, 365 miðla þau fyrirtæki eru nú ekki til. Og skuldarar eiga þar mikið fé inni sem fæst trúlega ekki greitt, lán frá lífeyrissjóðum og lán úr gömlu bönkunum sem nú er búið að leggja niður. Með hjálp Sigurðar og Hreiðars í Kaupþings banka hafi þeir komist inn í Glitnir banka og ryksugað bankann. Þetta eru mjög alvarlegt mál ef þetta reynist satt hjá Jóni Gerald Sullenberger og vert að skoða betur.

Ég tel að fjármála eftirlitið hafi brugðist gjörsamlega og skrítið að ekki sé búið að víkja stjórnendum burtu. Viðskiptaráðherra Björgvin G Sigurðsson hefur sagt það að hann beri fullt traust til forstjóra FME. Björgvin G Sigurðsson ráðherra úr röðum Samfylkingar hefur einnig brugðist trausti og ber að víkja. Hann sjálfur skipaði Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í að rannsaka sjálfan sig og vera Landsbankanum til traust og halds. Síðan gleymist endurskoðunarskrifstofur KGM sem var að rannsaka Glitnisbanka í leiðinni að rannsaka sjálfan sig. Því þeir skrifuðu uppá reikninga bankans og báru ábyrgð á sínum gjörðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri nýja Glitnisbanka ber við minnisleysi og mistök gamla bankans þegar hún keypti hlutabréf og var skráð í Kauphöllinni fyrir 184 miljónir króna og þessi bréf voru í eigu hennar eignarhalds fyrirtæki Melorku. Allir muna frétt sem barst frá fjármála eftirlitinu og sagt að þetta væru mistök gamla bankans ótrúlegt.

Við sem höfum tapað og misst eigur okkar krefjumst að Alþingismenn taki nú þegar til hendinni og láti Sigurjón og Tryggva sem eiga hagsmuna að gæta fara strax á morgun. Fólk er að fyllast upp í kok af þessum ósóma sem þrífst í þessu landi. Sem jaðrar við spillingu af verstu gerð. Þessir menn eru á fullu enn að stofna ný fyrirtæki og fá lán í nýja Landsbankanum á meðan sitja skuldarar eftir og fá ekki greitt sem þeir eiga rétt á. Burtu með þessa aðila ég sé ekkert eftir þeim.  

Jóhann Páll Símonarson.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband