Sigrún Brá úr Fjölnir er afburða sundkona.

Það vekur athygli hjá mér þegar Sigrún Brá frá íþróttafélaginu Fjölni í Grafarvogi settur hvert Íslandsmet á fætur öðru. Síðast á laugardaginn þá bætti hún fyrra met í 400 hundruð metra skriðsundi syndi á nýu Íslandsmeti á 4,17,09 mínútur. Gamla metið var 4,17,35 mínútur.

Í morgun setur hún annað Íslandsmet í 200 metra skriðsundi Sigrún Brá synti á 1,59,45 mínútum gamla metið var 2.01,55 mínútur. Það verður að segjast þetta er glæsilegasti árangur sem hún hefur sett á sínum ferli. Enda hafa æfingar verið þrotlausar og árangurinn eftir því.

Sigrún Brá hefur sjálf staðið undir sínum kostnaði með aðstoð foreldra sinna sem hafa staðið þétt að baki hennar og er það virðingar vert af þeim. Hins vegar undrast ég á því hvers vegna Íþróttasambandið styðji ekki við bakið á unglingum sem eru afreks fólk og vilja ná árangri eins og Sigrún Brá hefur sýnt að undanförnu með stöðugum æfingum og skólagöngu. Afreksfólk nær ekki árangri ef það stundar ekki æfingar reglulega. þess vegna verður Íþróttasambandið að styrkja þessa aðila sem vilja sækja mót sem eru til staðar. Reykjavíkurborg mætti til dæmis leggja fram styrk handa þessari ungri konu til að hún gæti keppt við sýna félaga á erlendri grundu. Æfingin skapar meistarann.

Jóhann Páll Símonarson. 


mbl.is Sigrún Brá bætti eigið Íslandsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband