16.12.2008 | 13:24
Tel þetta rétta ákvörðun Viðskiptaráðherra.
Nú ætlar Viðskiptaráðherra að stofna sveit manna sem mun nú fara yfir reglugerða sviðið á fjármálasviðinu. þessi sveit mun sjálfsagt koma með tilögur til úrbóta til þess eins að tryggja hag þeirra sem kaupa hlutabréf, innlögn peninga í banka sem lítið dæmi. Það mun ekki ganga upp að sömu menn sem voru í nefndum og ráðum gömlu fjármálafyrirtækjanna muni sitji í þessum nýu nefndum. Fólkið verður að koma frá öðrum stöðum við eigum mikið af hæfiríku fólki sem gæti sinnt þessum störfum. Annars mun trúnaður ekki vera til staðar ég tel það skilyrði.
Ég er með tillögu að skipuð verði sveit manna sem hefði það vald að fylgjast reglulega með bönkum og fjármálafyrirtækjum reglulega og gætu hvenær sem er, þegar þeir telja ástæðu til að skoða innri mál krosseignar tengsl, útlán, og stöðu þessar fyrirtækja án þess að spyrja um leyfi. Þá tel ég að traust myndi geta skapast á milli fólksins í landinu sem hefði peninga á milli handanna og vildi ávaxta þá með ábyrgum hætti. Ég tel þessa sveit manna sem væru menntaðir á öllum sviðum væri besta lausnin í dag til að tryggja hag almennings og veita viðskiptalífinu aðhald í góðum og ábyrgum vinnubrögðum. Þetta er ekki lögregla heldur sveit manna sem á að tryggja hag almenning í peningamálum. Nóg er komið af siðblindum fjárglæframönnum sem hafa komið heilli þjóð í ógöngur
Jóhann Páll Símonarson.
Fara á yfir lög á sviði fjármálamarkaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björgvin G Sigurðsson er ekki óvinsæll fyrir aðgerðarleysi, heldur fyrir markvissa vinnu að því marki að skoða málin ofan í kjölinn. Hans helsti "veikleiki" er trúlega sá að hann er sjálfur strangheiðarlegur og telur að aðrir séu það líka. Hann er alla vegna ekki að vantreysta fólki fyrirfram og það sýnir KPMG málið vel.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.12.2008 kl. 13:33
Heil og sæl Hólmfríður.
Ég tel þessa hugmynd hans ef rétt er af henni staðið vera góða.
Mér finnst hann hafa klúðrað mörgum málum eins og með skipun nefnda í gömlu bönkunum og hafa ekki sett af forstjóra FME og Birnu Einarsdóttur bankastjóra Glitnir banka vera algjört klúður af honum.
KPMG málið er stórt og vert að skoða ofan í kjölinn. Þetta fyrirtæki var endurskoðandi banka og lífeyrisjóða sem fóru á hausinn eða töpuðu miklu fé.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 16.12.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.