Er að undirbúa kæru á hendur Landsbanka Íslands og skilanefnd.

Það er dapurlegt til þess að vita hvernig stjórnendur Landsbanka Íslands og skilanefnd bankans vinna og þau vinnubrögð sem eru viðhöfð vegna misstaka  stafsmanna bankans gagnvart mér. þetta mál er búið að vera til skoðunar í rúmlega 2 mánuð. Starfsmenn Landsbanka tóku út af mínum einkareikningi 511,888 krónur til kaupa á hlutabréfi sem ég sjálfur hafði ekki gefið leyfi fyrir. Selja síðan hlutabréfið 10.12 2008 á 156,522 krónur sem var upphaflega 511,888 krónur sem voru teknar út án heimildar. Síðan berst mér bréf í gær þann 16.12 2008 þar sem þetta kemur fram að lagt hafi verið inn á minn reikning 156.522 krónur. Það vantar talsvert fé að þetta muni ganga upp fyrir utan vexti.

Ég sendi þeim bréf í gærkvöldi og ítrekaði að þolinmæðin væri á þrotum. Væri ekki komin niðurstaða í þetta tiltekna mál fyrir kl 12 í dag þann 17.12 2008 muni ég vísa þessu máli til lögreglu. Svar hefur ekki borist enn. Ekki einu sinni afsökunarbeðni að hálfu bankans hvað þá heldur að skila aftur fé sem þeir tóku ófrjálsri hendi. Það eina sem ég fékk var bréf frá bankanum að þeir hefðu selt bréfið og lagt hluta aftur inn 156.522 krónur eftir rúmlega 2 mánuði án vaxta og talsvert vantar en. Bréfið virkaði á mig sem ég ætti að halda mér saman og vera ánægður með það sem ég fékk upp í mínar 511.888 krónur sem þeir tóku án leyfis. Mér ofbíður þessi framkoma.

Nú mun ég í framhaldinu undirbúa kæru á hendur þeim fyrir ólöglegt athæfi. Mun halda áfram með þetta mál.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gangi þér vel Jóhann. Það er ekki auðvelt að glíma við bankana.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.12.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vonast eindregið eftir að þú náir þínum rétti og þú ert væntanlega með lögmann þér við hlið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2008 kl. 19:05

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann Páll, þetta er ótrúleg saga sem ætti kannski ekki að koma manni á óvart eftir allt sem á undan er gengið. Vonandi gengur þetta vel hjá þér og gott að fá að fylgjast með hvernig þér gengur að ná rétti þínum. Það er rétt hjá Lofti að það er ekki auðvelt að eiga við þá sem hafa aðgang að peningum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.12.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég vona svo sannarlega að þú fáir þína peninga,enda höfðu þeir engan rétt á að kaupa hlutabréf sem þú samþykktir ekki kaup á.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.12.2008 kl. 05:53

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Gangi þér vel Jóhann, ekki  gefa tommu eftir.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 10:23

6 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

sæl jói þú hefur minn stuðningþetta eru ræningjar

Ólafur Th Skúlason, 18.12.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Komið þið öll blessuð og sæl. Ég ætla að svar ykkur öllum.

Ég þakka ykkur stuðninginn. Enn þið verðið að skilja þetta mál er á viðkvæmu stigi. Ég á eftir að fá svar frá einum aðila hugsanlega á morgun. Þá þetta að vera allt klárt til að bera fram kæru á hendur Landsbanka Íslands og þeim gamla og nýja banka.

Þetta er ótrúleg saga enn satt. Mínir peningar voru teknir út án minnar heimildar út af mínum reikningi fyrir mistök starfsmanns. Þetta kom ekki í ljós fyrr enn ég fór að bera saman yfirlit frá bankanum. Enn því miður hefur þetta ekki enn gengið í gegn. Þrátt fyrir að ég hef skrifað þeim og ítrekað.

Alltaf sama sagan skilanefnt er að vinna í málinu. Ég hélt að þetta væri ekki hægt enn því miður er þetta hægt. það er eins gott að menn skoði færslur í þessum bönkum hvað sé verið að gera.

Endilega skoðið allar færslur og sannreynið þær.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.12.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband