19.12.2008 | 15:28
Svona eiga leiðtogar að vinna.
Nú eru liðnir rúmlega 6 mánuðir síðan Gylfi Sigfússon tók við starfi forstjóar H.F. Eimskipafélagi Íslands. Þessi tími er ekki langur hjá Gylfa í stóli forstjóra sem hefur þurft að takast á við gífurlegar breytingar og hamfarir í þjóðfélaginu sem hafa átt sér stað með falli viðskiptabankana hefur valdið því að fyrirtækin í landinu hafa átt í miklum erfiðleikum að fjármagna sig með erlendum gjaldeyri sem er til af skornum skammti í landinu og hefur stór aukið útgjöld og kostnað útflutnings fyrirtækja sem þurfa að standa skil á sínum greiðslum og er ekki á ábætandi við þessar aðstæður. Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir forstjóra sem er boðin staða hjá stóru fyrirtæki eins og Eimskip sem hefur starfað á flutningsmarkaði í 94 ár samfellt sem er eitt af elstu fyrirtækjum landsins að taka við undir svona kringum stæðum sem engin vissi fyrr um afleiðingar sem urðu og komu eftir á, án þess að Gylfi Sigfússon hafði hugmynd um þegar honum var boðin staðan að taka við sem forstjóri H.F. Eimskipafélagi Íslands.
Eimskip þarf að borga alla þjónustu sem þeir þurfa erlendis þar með olíuviðskipti, afgreiðslu á skipum Eimskips og greiðslur til starfsmanna félagsins sem vinna fyrir Eimskip erlendis sem dæmi. Allt þetta kemur niður á félaginu þegar Íslendingar eiga í hlut því fólk trúir ekki lengur Íslendingum. Sem hlýtur að koma niður á Eimskip eins og öllum öðrum, ég var nýlega í Bandaríkjunum var sjálfur fyrir fyrirlitningu að vera Íslendingur. Því skildi engum undra að Íslensk félög þurfi að ganga í gegnum það sama ég ég varð fyrir. Því útlendingar hafa ekki trú á okkur sem þjóð.
Gylfi Sigfússon forstjóri hefur barist eins og hetja fyrir velgengni Eimskipafélagsins og hefur sýnt það svo um munar. Með miklum áherslubreytingum og ábyrgri stefnu og aðhaldi í rekstri. sem hefur skilað sér í betri afkomu, þegar tekist hefur að selja fyrirtæki sem félagið á. Það mun koma í ljós fljótlega á næsta ári þegar hugsanleg sala gengur í gegn á fyrirtæki sem nú er í sölumeðferð.
Miklar áherslu breytingar hafa átt sér stað síðan Gylfi tók við þessu starfi sem forstjóri. Með því að hvetja starfsmenn áfram í sínum störfum og hafa trú á sínu fólki og hefur sýnt það í starfi og sannað hans óeigingjarna starf fyrir Eimskip síðan hann tók við starfi forstjóra fyrir rúmum 6 mánuðum síðan. Stefna hans er að koma Eimskipafélaginu á fulla ferð inn í framtíðina enda fagnar Eimskipafélagið 95 ára afmæli sínu á næsta ári. Það verður fróðlegt á næstunni að fylgjast með Gylfa Sigfússyni hvernig honum tekst til. Það er hverju orði sannara.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Athugasemdir
Það getur verið mikið átak að fá verk í hendur sem er margfalt erfiðara en haldið var í fyrstu. Og það er einmitt við svoleiðis aðstæður sem kostir góðs stjórnanda koma best fram. Hann er staddur í miðri ánni þegar stórflóð skellur á, flóð sem enginn sá fyrir. Gott að vita að verið er að gera góða hluti hjá Eimskip
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2008 kl. 15:38
Gylfi virðist vera að gera góða hluti - ég hefði samt talið að æskilegt að í lágmarki að aðalstjórnandi svona fyrirtækis þyrfti að vita aðeins um skip - fyrri forstjóri þótti með eindæmum mikill fjármálamaður en það dugði ekki til.
Vona að Eimskip komi til með að starfa áfram
Jón Snæbjörnsson, 19.12.2008 kl. 15:55
Heil og sæl Hólmfríður.
Já ég tek undir með þér. Vel komist að orði hjá þér Hólmfríður Gylfi fékk á sig stórflóð tek undir það.
Það er undravert að fylgjast með Gylfa Sigfússyni og hvernig honum mun takast að sigla þessu gamla og góða skipafélagi á fullaferð eins og sagt er þegar skipið er komið á hámarkshraða.
Varðandi kosti Gylfa.
Gylfi hefur margt umfram aðra það er að vera mannlegur og er laus við frekju og hroka þetta er góð ábending til forstjóra sem þykkjast vera stærri enn þeir eru í raun og veru.
Gylfi er einstakur í sinni röð og mættu margir skoða sinn gang.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 19.12.2008 kl. 16:01
Heill og sæll Jón.
Það er margt sem þú segir er rétt. Varandi fyrrverandi forstjóra og stjórn virðast þessir menn skilja eftir sig sviðna jörð.
Síðan Gylfi og ný stjórn tóku við hafa orðið stórar breytingar á.
Kerfið allt einfaldað til hagsbóta fyrir hluthafa og eigendur sem er mjög gott sem dæmi einn forstjóri sem ræður. Ekki 2 forstjórar þegar Baldur var við stjórn og öll stjórn hefur verið einfölduð og skýr markmið.
Við verðum að gefa honum tíma að ganga frá og sigla gömlu og góðu félagi framá vegin öllum til hagsbóta.
Já tek undir með þér Jón Eimskip mun lifa enn til þess verður félagið að greiða þessar skuldir sem fyrrverandi stjórnendur komu félaginu í.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 19.12.2008 kl. 16:14
Sæll Jóhann!Ég tek eiginlega undir með ykkur báðum,Jóni og þér.Ég þekki ekkert til þessa manns þ.e.a.s þessa Gylfa.En ef maðurinn leitar til sinna sérfræðinga sem hann hefur um borð í skipunum og hlustar á þá,þá fer þetta vel.Maður upplifði ýmsa skrýtna hluti hjá Ríkisskip hvað þetta varðar.Oft margar milljónir á ársreikningum sem fóru í svokallaða"ráðgjöf"Frekar leitað til einhverra"sérfræðinga"heldur en að spyrja bara ráða hjá mönnunum á skipunum sem vissu betur út af sinni reynslu.Stærsta gæfa Eimskip í byrjun tel ég samt vera ráðninguna á 1sta forstjóranum..Ég vil svo kvitta hér fyrir mörg innlit án athugasemda.Guð gefi svo þér og þínum gleðilega jól og farsæld á komandi árum.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 20.12.2008 kl. 03:59
Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.
Gylfi Sigfússon er forstjóri einn af þessum góðum mönnum sem kann að hafa fólkið með sér og drífur það áfram.
Það er rétt hjá þér margar rangar ákvarðanir hafa verið teknar og stjórnendur hafa farið illa með fé.
Ég óska þér kæri vinur Gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 20.12.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.