11.1.2009 | 15:23
Hörður Torfason varar við boðum og bönnum?.
Það hefur vakið athygli mína hvers vegna tölum um mannfjölda sem koma saman á Austurvelli á laugardegi ber ekki saman og þar er munurinn mikill. Hörður Torfason segir mannfjöldann vera meiri en Lögreglan eða fréttamenn Ríkisútvarpsins segja frá. Ég tel það best fyrir alla að hafa tölurnar sem réttastar ekki að vera að ýkja til þess eins að fá athygli. Hinsvegar finnst mér þegar forsprakkar mótmæla skuli ógna Lögregluyfirvöldum ef hugsanlega til þess kemur að lögreglumenn þurfi að skerast í leikin til að halda uppi lögum landsins það er dapurlegt til þess að vita að lýðskrumarar skuli nota sér óöryggi og ótta fólk til þess eins að skapa úlfúð á milli fólks.
Ég tel að lögreglan þurfi að efla mannkost til þess eins að takast á við ólátabelgi sem virða ekki lög eða reglur. það má vel vera að við þurfum hjálp óeirða lögreglumanna frá Þýskalandi, Ítalíu, Englandi, ennfremur frá okkar vinum á Norðurlöndum sem hafa sér þekkingu hvernig tekist er á við mótmælendur og knattspyrnubullur það eru ekki nein vettlingar tök ef menn hlýða ekki ábendingum lögreglu. Við vitum til þess um lýðskrumara sem gerðu það sama og Hörður Torfason gerir annar þeirra var í Noregi Karl Hagen og hin var í þýskalandi sem lést í bílslysi á síðasta ári þessir tveir félagar töpuðu fylgi þegar fólkið áttaði sig að þarna var blekkingar menn á ferðinni.
Ég tel það vera gott mál ef menn mótmæla á réttan hátt og það sé gert án þess að skemma og valda jafnvel slys á fólki það tel ég vera heiðarleg og réttlætanleg mótmæli. Enn því miður hafa þessi mótmæli Harðar Torfasonar farið úr böndunum vegna stöðugar hótana hans. Honum væri nær að líta upp til leikarans sem heldur boðaða fundi innan dyra og gefur þar fólki tækifæri að koma sínum athugasemdum á framfæri á þeim fundum eru ekki leyfð öskur og frammíköll stað þess eru þar leyfðar frjálslegar umræður sem eiga rétt á sér undir það tek ég enda er það rétta aðferðin. Hin aðferðin fer fram í kosningum til Alþingis. Þessar báðar leiðir eru kjörin aðstaða fólks að hafa áhrif á hverjir eru fulltrúar okkar á löggjafasamkomu okkar Íslendinga.
Jóhann Páll Símonarson.
Hörður: Mótmælin rétt að byrja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Kjartan.
Varandi mannfjölda hefur Hörður Torfason orðið uppvís að segja fleiri enn voru á þessum fundum sem hann hefur haldið.
Fundir sem hafa farið úr böndunum.
Það er mörg tilfelli sem ég get talið upp. Ég veit ekki annað enn fólk á hans vegum og í öðrum samtökum? hafa til dæmis hent eggjum í Alþingishúsið og við það hefur ríkisjóður þurft að greiða miljónir í þrif, hefur ráðist inn á palla Alþingis með allskonar hrópum og köllum, sett Jón Sigurðsson í önnur klæði enn hann á að vera, Er þetta ekki sama fólkið og skemmdi tæki og tól fyrir 365 miðla fyrir nokkrar miljónir?. Fyrir utan skrílslæti sem hefur skapast í kringum þessa útifundi hans Mér hefur fundist þetta ömurlegt hjá Herði Torfasyni að þykkjast ekkert vita um þetta.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 11.1.2009 kl. 16:40
Það dugar ekkert mjálm ef að það á að koma spillingarliðinu frá og glæpaskrílnum á bak við lás og slá sem rústaði fjárhag landsins.
Hörður hefur ekki hvatt til eggjakasts...sem er nú mun skaðminna en það sem spillingar og hyglunarliðið er búið að koma okkur í, þau má spúla í burtu, skuldaklafar okkar og komandi kynslóða verða ekki spúlaðr burtu.
Georg P Sveinbjörnsson, 11.1.2009 kl. 17:46
Jói kókomo ! Númer hvað er flokksskírteinið þitt ?
Hörður B Hjartarson, 11.1.2009 kl. 18:01
Heill og sæll Georg.
Það sem þú nefnir að það þýðir ekkert mjálm. Það er munur á eðlilegum mótmælum eða skrílsmótmælum þau skila engu nema að málstaðurinn verður veikur.
Varandi það sem þú nefnir þá átt þú við þessa óreiðumenn. Ég sjálfur vil að þetta verði rannsakað til hlítar og þeir sem vera sekir verði að sæta ábyrgð á sínum gjörðum.
Reiði og öfgar skila engu. Hinsvegar ef þetta er gert rétt þá skila mótmæli sínu.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 11.1.2009 kl. 18:14
Heill og sæll Kjartan.
Ég sé að við erum ekki sammála, Það sem ég taldi upp tel ég vera rétt ekki ætla ég að vera að að standa í stælum við neinn. Hinsvegar finnst mér þessi mótmæli hafa mistekist vegna þess að skrílslæddi hafa brotist út eftir þessa fundi og skemmt ykkar málstað.
Varðandi kaplana sem þú segir að kosti ekki neitt. Ég ekki sammála þér þetta eru specal kaplar og framleiddir samkvæmt kröfum og eru rándýrir ekki veit ég metra verðið eða hvað margir metrar voru ónýtir af þessum köplum. hinsvegar var fullyrt að þetta væri miljóna tjón.
Varðandi leikstjórann. Ég sjálfur er ekkert að hefja hann upp til riddara hinsvegar verð ég að segja honum til hrós að hans fundir skila meiru enn fundir sem Hörður Torfason heldur undir nafninu sínu. Þá á ég við óspektir og skrílslæti sem hafa skemmt fundi hans.
Það sem þú segir að Hörður Torfason hafi stillt til friðar. Ef svo er þá er það gott mál. Ef einhver getur bent friðsamlega á hluti sem ekki á að gera þá er það mjög gott. Það sama gildir ekki um hans fundi. Því miður.
Varandi hvort ég mæti á þessa fundi. Ég hef ekki mætt vegna skríls sem er ekki í húsum hæfur. Ég vil málefnalegar umræður og þar verða menn að vera ákveðnir og prúðir þótt hiti sé í fólki það undrar mér ekki. Allir stjórnmálaflokkar buðu upp á þetta rugl og ekki má gleyma forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni sem er ekkert undan skilin í þessu ferli og fleiri sem hafa tekið þátt í því sama rugli. Enn við verðum að bíða eftir svörum rannsóknarnefndar það verður fróðlegt sem þar mun koma í ljós.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 11.1.2009 kl. 18:49
Heill og sæll Hörður.
Ég skil ekki þessa spurningu þína. Hver er þín raunverulega spurning þætti vænt að heyra það til þess eins að geta svarað henni. Skítkast skilar engu.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 11.1.2009 kl. 19:00
Heill og sæll Kjartan.
Varðandi dómsmálaráðherra ég skil ekki hvað þér er illa við hann. Eitt veit ég þetta er mjög góður maður og hefur verið kennt um margt það sem hann sjálfur á ekki skilið. Því hann er mjög vanvirkur það sem hann gerir er mjög vandað. Enn hann hefur orðið fyrir einelti misvitra manna sem hafa reynt með öllum ráðum að svarta hans mannorð sem er mjög dapurlegt ef menn geta ekki skipst á rökum.
þú talar um að ég dæmi allt eftir 10 -20 hræðum. Ég tel að þetta fólk sem um ræðir vera fleiri. Sumir eru með hettur og þora ekki að láta sjá sig vegna ótta við sig og sína sem er dapurlegt að þora ekki að koma undir nafni.
Þessi tala sem þú nefnir hefur ekkert aukist þetta er sama fólkið sem kemur þarna.
Varandi skríl sem þú nefnir. Þetta er ekkert annað enn stór hluti fólks sem er með skríls læddi og hagar sér með þessum hætti. Undan því verður ekkert komist.
Ef þið ætlið að láta taka mark á ykkur verðið þið að gera hlutina öðruvísi. Ekki vera sífellt með ofbeldis hótanir eins og Hörður Torfason.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 11.1.2009 kl. 19:51
Aðferðir manna eru misjafnar og svo verður ætíð. Mér finnst Hörður hafa tekið mikla áhættu með þessu fundarformi, en sennilega er þetta farvegur fyrir vissan hluta þeirra reiðu. Gunnar er með annað form sem mér fellur betur og það fara fram samræður milli fundargesta og pallborðs hverju sinni. Þar getur þróast hópur sem finnur sér farveg til að koma fram með tillögur til úrbóta þegar frá líður.
1. Mig langar að benda sérstaklega á tillögu Njarðar P Njarðvík sem kom fram í Silfrinu í dag um breytt kosningafyrirkomulag. Það er að mínu mati mergurinn málsins að okkur vantar skilmerkilegar og skilvirkar breytingar á vali okkar á þeim sem fara með stjórn landsins. Það tel ég vera mál sem muni svara kröfum margra gangrýnenda vel. Það er jú að stórum hluta stjórnkerfið sem hefur valdið þessum miklu afskiptum stjórnvalda af atvinnu og fjármálakerfi landsins.
2. Svo þurfum við að innkalla gjafakvótann og til þess er gott tækifæri núna meðan bankarnir eru í ríkiseigu.
3. Svo er það innganga í ESB sem ég hef verið fylgjandi í mörg ár.
Ef tekið er á þessum þrem atriðum með þessum hætti, þá er ég nokkuð viss um að okkur muni vegna vel til lengri tíma litið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2009 kl. 20:54
Heil og sæl Hólmfríður.
Ég tek undir með þér Hólmfríður varandi Hörð Torfason hans leið hittir ekki í mark. það er rétt hjá þér Gunnar er með betra form þar sem fólkið fær að tala og spyrja tel það fyrirkomulag vera skárra. Eins og þú bendir réttilega á gæti það skilað tilögum til betri vegar það er rétt hjá þér..
Njörður P Njarðvík ég heyrði í gær viðtal við hann í þætti sem heitir krossgötur það var fróðlegt spjall sem gæti vel komið til greina að efla traust þjóðarinnar aftur.
Varðandi kvótakerfið sem þú bendir á. Ríkisbankarnir eiga mikið veð í þessum kvóta hann þarf ríkið að taka aftur og stöðva strax frjálsa framsalið það hefur verðir Þrándur í götu kvótakerfisins.
Varðandi Evrópubandalagið það er ég á móti,
Ef þú vilt innkalla allan gjafakvótann þá getur þú gleymt því ef þú hefur hug á að styðja inngöngu í Evrópubandalagið þeir sjá alfarið um hverjir fá að veiða og hvað mikið. Og öll völd okkar fara til Brussel og okkur verður stjórnað þaðan. Og í leiðinni getum við lagt Alþingi niður, er það sem fólkið vill ég held ekki.
Tökum upp dollar í stað krónu ef það hentar þjóðinni betur þá eru við engum bundnir og getum starfað sem fullvalda þjóð.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 11.1.2009 kl. 21:37
Heill og sæll Kjartan.
Ég er með mitt álit hvernig mér finnst þessir hlutir vera. Ég segi þér sjónarmið mín án þess að vera reiður það hefur ekki tilgang menn verða að hafa skoðanir. Annars stendur maður í sama farinu.
Ég hef trú á mínum flokki þótt ég sé ekki sammála öllu þar sem þar gerist. Hinsvegar get ég talað og látið í mér heyra án þess að gaspra um það.
Hafðu það hugfast Kjartan mín þú þarft ekkert að gera mér upp skoðanir hvaða flokk ég kýs eða styð. Þakka þér sérstaklega fyrir þitt álit.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 11.1.2009 kl. 21:50
Heill og sæll Ágúst.
Ég skil ekki þennan málflutning þinn, það má vel vera að þú sért ráðþrota, það virkar þannig á mig. Fyrir utan skítkast þitt er þér ekki sæmændi.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 12.1.2009 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.