12.1.2009 | 12:37
Hvar eru kosnigarloforð framsóknarmanna.?
Framsóknarmenn sem voru í forystusveit þeirra í síðustu borgarstjórnarkosningum lofuðu Grafarvogbúum að nýtt framtíðarsvæði fyrir móttökustöð Sorpu myndi rísa á ný á svæði sem myndi henta Grafvarvogsíbúum og væri miðsvæðis í hverfinu, því Björn Ingi Hrafnsson bjó nefnilega í sama hverfi hafði skilning á því hvað þetta var árríðandi verkefni sem skiljanlegt er sjálfsagt til að friða íbúa. Nú er kjörtímabilið komið langt á veg komið. Ekkert bólar á neinu sem þeir lofuðu á sínum tíma í kosningarbæklingi og stefnu skrá sem þeir gáfu út fyrir síðustu kosningar sem var í lit og vel merktur stefnulisti. Hvað hefur gerst síðan ekki neitt við íbúar þurfum að keyra langaleið niður á Sævarhöfða til þess eins að fara með rusl úr okkar hverfi sem ekki er boðlegt fyrir þetta stóra hverfi sem við búum í.
Það skal getið fram það var nefnilega framsóknarmaðurinn Alfreð Þorsteinsson náin vinur Björns Inga Hrafnssonar sem seldi lóð móttökustöðvar Sorpu við Gylfaflöt sem var á mjög hentugum stað til vina sinna undir íbúðarhúsnæði. Það er með ólíkindum hvernig hægt er að segja ósatt vísvitandi að fólki án þess að blikna ár eftir ár um loforð og stefnur og ekkert er hægt að taka mark á.
Heyrst hefur að framboði íbúa í Grafarvogi sé í undirbúningi fyrir næstu borgarstjórnarkosningar þar hafa menn talað saman um menn og málefni. framboð hefur eining verið orðað við fleiri hverfi í nágreninu sem ætla að taka sig saman gegn þessu gamalgróna kerfi sem hefur verið við líði frá því að ég man eftir mér sjáum til hvað því líður. Fulltrúar í borgarstjórnarflokkum vita af þessu máli enginn borgarfulltrúi getur sagt að hann viti ekkert um þetta mál okkar, sem snýr að okkur Grafarvogsbúum. Við íbúar munum ekki láta þetta mál daga lengur uppi því við munum minna á málið það sem eftir verður.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.