Eitt af stærstu skipafélögum heims A.P. Möller-Mærsk á í erfiðleikum.

Heimskreppan er farin að hafa mikil áhrif á skipafélög víðvegar um heiminn hefur þau áhrif að skipafélög víðs vegar um heiminn hafa lagt skipum sínum sem nemur í hundruðum skipa sem eru verkefna laus og þar með hafa sjómenn misst atvinnu sína og margir skipaeigendur missa hugsanlega skipin sín vegna skulda enda er nú of framboð á gömlum og nýjum skipum til sölu

Skipafélagið Mærsk-Line sem er eitt öflugasta fyrirtæki á danskri grund um árabil  á nú við erfiðan rekstur að etja. Annað árið í röð og virðist engan enda ætla að taka. rekstartapið nam 7,7 miljarða króna árið 2007 árið 2008 nam tapið 20-22 miljarða króna. Tapið 2008 má rekja til hækkandi olíuverðs í heiminum, fallandi danskrar krónu sem dæmi. þetta eru stór tíðindi þegar skipafélag eins og Mærsk sem er brautryðjandi í skipasmíðum, gámasmíðum og hefur verið einn stærsti atvinnurekandi í Danmörku og hefur verið að minnsta kosti með í smíðum 1-3 skip á ári. Mærsk-Line stendur nú höllum fæti vegna vegna bágbornar eignarfjárstöðu og hefur orðið að segja upp 5000, 10000 atvinnutækifærum til að bregðast við þessum mikla samdrætti í heiminum.

Í gær kvöldi sendi Eimskipafélags Íslands frá sér afkomu viðvörun vegna fyrirséðar gjaldfærslu á 4 ársfjórðungi. þetta hefur verið gert vegna varfærnisjónarmiða um viðskipavild í samræmi við alþjóðlega reikniskilastaðla. Ennfremur kemur fram að að gert er ráð fyrir sölu eigna í Norður - Ameríku ljúki í í febrúar 2009 salan mun létta verulega á skuldasetningu félagsins. og þrátt fyrir erfiða skuldastöðu félagsins og óhagstæð skilyrði á fjármálamarkaði. Grun rekstur félagsins gengur vel. þá er lausafjárstaða félagsins tryggð og stöðug. Eimskipafélag Íslands er einn stærsti vinnuveitandi á Íslandi eins og Mærsk-Line í Danmörku.

Það er ekkert skrýtið þegar skipafélög eins og Eimskip og Mærsk-Line sem byggja sína afkomu á flutningum þurfi að draga saman í rekstri, skipakosti þegar eftirspurnin eftir þjónustu fer minnkandi. Olíuverð hefur verið í hæðstu hæðum að undanförnu. Verð hrun á skipum, eignum og fleiru sem mætti nefna. Þetta orsakar það að verð á skipum, eignum hríðfellur og minnkandi eftirspurnar, sem hlýtur að draga saman tekjur og versnandi afkomu skipafélaga vegna samdráttar í heiminum sem skipafélög eiga við að etja í dag þetta er svipuð staða og Eimskipafélag Íslands er í vegna afkomuviðvörunar sem félagið sendi frá sér í gær. 

Þess skal getið að Eimskipafélag Íslands var stofnað 17 janúar 1914 eins og kunnugt er, hafi svo mikil áhrif á hag og sjálfstæði hinar íslensku þjóðar, þannig hefur þjóðinni gefist kostur, um leið að kynnast starfsemi félagsins sem best frá byrjun, Eimskipafélag Íslands á sér langa sögu í 95 ár sem félagið hefur starfað í flutningum og þjónustu. Nú þegar Eimskipafélag Íslands fagnar afmælisdegi sínum þann 17 janúar á laugardag viljum við landsmenn óska Gylfa Sigfússyni forstjóra Eimskipafélagsins til hamingju með afmælisdaginn, þú hefur staðið þig með eindæmum vel og hefur sannað það í verki. Eimskipafélag Íslands til hamingju með 95 ára afmælisdaginn megi Eimskip lifa um aldur og æfi.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband