Lögreglumenn voru of prúðir við mótmælendur.

Mótmælendur í gær gengur of langt gagnvart lögreglumönnum hentu til dæmis skyri, grjóti í menn sem eiga að halda uppi lögum og reglum meira að segja brutu þeir rúður, kveiktu í vörubrettum, bekkjum, og hent bensíni á jólatré sem var gjöf frá Norðmönnum. Flestir sem þarna komu fram voru öfgamenn og unglingar sem höguðu sér eins og brálæðingar sem væru ný sloppnir út. Síðan kemur Hörður Torfason sem þykkist ekkert vita um stöðu mála, nema hann segir lögregluna hafa gengið of langt til þess eins að koma hér öllu í bál og brand. Þetta er ömurlegt til þess að vita hvers vegna lögreglumenn beittu ekki tilteknum ráðum gegn þessum villimanna líð sem er fámennur hópur manna sem þykkist vera heil þjóð.

Lögreglan þarf nefnilega að hætta að klappa þessum líð og taka á þeim sem brjóta lög föstum tökum þá er átt við að skemma það sem við eigum. Eins þurfum við að fá hjálp erlendis frá menn sem eru vanir að fást við þessi verkefni og sér þjálfaðir lögreglumenn á þessu sviði frá þýskalandi og fleiri þjóðum sem myndu taka á þessum líð. Það gengur ekki upp að láta fámennan hóp manna valda skemmdum dag eftir dag á því verður að taka tafarlaust og enga miskunn þá þíðir ekkert að væla þó að lögreglumenn nota kylfur þegar þeim er ofboðið, það er gert erlendis þegar menn hlýða ekki fyrirmælum.. 

Síðan er það Ríkissjónavarpið og stjórnendur þess sem sendir  fámennan hóp starfsmanna sem tekur viðtöl og æsir í leiðinni upp mótmælendur og sýnir um leið þessum líð sem er að brjóta lög umhyggju og hvernig er farið með mótmælendur komast upp með það. Þjóðin er nefnilega í skildu áskrift að þessum fjölmiðli, sjónvarpinu væri nær að fjalla um mál sem eru að sliga þessa þjóð. Verðtrygging hverir komu henni á hún er enn við líði?. Hækkun á vöxtum hverir standa í vegi fyrir því að þeir lækki?, Af hverju er ekki búið að láta þá sem voru í eftirlitaðilar gagnvart bönkunum fara. Einn af æðstu stjórnendum gamla Kaupþingsbanka er sagður hafa farið með miljarða króna til eyja sem lifa í skattaparadís af hverju er þetta mál ekki rannsakað. Þetta er lítið brot sem ég nefni. Þjóðin þarf að fá svör hvers vegna er ekki búið að draga þessa menn til ábyrðar. Ríkissjónvarpið á að upplýsa þjóðina og halda þessu við, ekki fjalla eða taka viðtöl við einstaklinga sem brjóta lög. 

Frá mínum sjónarmiðum er í lagi að mótmæla friðsamlega enn ekki að beita ofbeldi gagnvart þeim sem eiga að halda hér uppi lögum og reglum. Stjórnvöld hafa gott af því að heyra hug fólk ef það er gert með ábyrgum hætti eins og leikarinn gerði það voru fagleg mótmæli. það skilar engu að eyðileggja eigur þjóðarinnar og valda auknum útgjöldum frá okkur skattborgurum samkvæmt nýjustu fréttum nam síðasta tjón á aðra miljón fyrir utan allt annað sem er ekki sæmandi neinum sem á þarna hlut af máli það eitt styður ekki þennan málstað.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ég lýsi fullkomnri vandlætingu á þessari færslu þinni á hendur mótmælendum og held að þú sért ekki veruleikatengdur´

Ég lýsi líka fullkomnu þakklæti til allra sem tóku þátt í þessum mótmælum.

Rannveig H, 21.1.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Rannveig.

Ég tel mig þekkja hvað þarna er í gangi. Það má vel vera að þú ert ein af þessum öfga mótmælendum sem telja sig vera þjóðin. Það er dapurleg rök ef menn eru ekki sammála þér þá eru þeir ekki í tak við tíman 

Fyrir utan þú þarf ekkert að gera mér upp skoðanir.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 21.1.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það kemur öfgum ekkert við heldur spurningunni um almannahagsmuni. Ef lögreglan hefði ráðist með hörku gegn þessum fjölda, þá hefði getað skapast veruleg hætta á slysförum.

Svo tel ég reyndar mjög hæpið að lögreglan hefði haft tök á því ástandi sem hefði getað skapast. Mótmælin voru líka friðsamleg þó þau virkuðu ógnvekjandi sökum hávaða. Við erum nefnilega svo heppin að við búum í þróuðu lýðræðisríki (þó peningakerfið sé í rúst).

Við búum ekki við ógnarstjórn í þeim skilningi að þegnar megi ekki tjá sig. Þeir sem halda öðru fram eru þá búnir að mála sig út í horn með dónaskap eða svifyrðingum, nema hvoru tveggja sé.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2009 kl. 20:07

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Hólmfríður.

Lögreglumenn hafa staðið sig vel og ekkert var yfir þeirra störf að athuga. Við erum með lög í landinu sem öllum ber að virða.

Ég tek undir með þér gagnvart lýðræðinu og peningakerfinu.

Hins vegar er í lagi að mótmæla enn ekki á þann hátt sem var í gær. Þar var komin saman varaformaður Vinstri Græna sem er Alþingismaður sem er ömmulegur vitnisburður þingmanns sem er að hefja störf á hinu háa Alþingi

Jóhann Páll Símonarson, 22.1.2009 kl. 23:46

5 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

sæl jói það hafa allir rétt á því að mótmæla

Ólafur Th Skúlason, 23.1.2009 kl. 14:17

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur.

Ég er ekkert að gera athugasemdir ef menn mótmæla. Hinsvegar eru þessi mótmæli farin að snúast um annað enn að mótmæla. Þetta er skríll sem hagar sér með þessum hætti sem er óviðunandi þegar skipulagðar hreyfingar eyðileggja okkar eigur. Ég trú ekki því að þú styður þessi mótmæli með þessum hætti.,

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 23.1.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband