Ferðum á vegum Smyril - Line verður fjölgað.

Smyril - Blue -Water og Smyril- Line hafa gert samning sín á milli að Norræna munu nú í febrúar og mars snúa sér í að sigla til Íslands með vörur og farþega. Upphaflega var áætlunin að Norræna mundi ekki sigla til Íslands í febrúar og mars með vörur og farþega fyrr enn í apríl mánuði.

Hins vegar eru uppi nýir möguleikar sem hafa skapast á íslenska markaðinum þess vegna var gerður samningur á milli félagna Smyril - Blu - Water og Smyril - Line að auka þjónustu á íslenska markaðinum til þess eins að betur bæta þjónustuna við viðskipamenn félagana.

Fyrsta ferðin hjá Norrænu til Íslands verður þann 2 febrúar 2009 kl 14. skipið hefur verið í þurrkví í Hamborg til eftirlits og skipt var um nýjan velti ugga sem nú er verið að prófa. Til þess að skipið velti ekki eins og skoppara kringla og farþegar og áhöfn geti notið hvíldar. það vekur furðu þegar flutningar eru að dragast saman heiminum skuli skipafélög sem eru í eigu Færeyinga auka hingað flutningsgetu og það á Seyðisfjörð og má vel vera á aðra staði á landinu. Það skal tekið fram að annað skipið sem umræðir sem er gamalt skip leysti Herjólf af þegar hann var í slipp á Akureyri fyrir stuttu.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband