Easy To Fool er besta lagið.

Söngvakeppni Sjónvarpsins stendur nú yfir nokkur lög eru betri enn hin. Það vekur tiltrú mína að nú sé lagið komið sem yrði framlag Íslensku þjóðarinnar í næstu Söngvakeppni okkar. Easy To Fool eftri Torfa Ólafsson er afspyrnu flott lag og mjög grípandi. Ég yrði ekki hissa ef þetta yrði spilað hér á útvarpstöðum daginn út og inn á næstunni. Flytjandi lagsins eru þeir Arnar, Edgar, Sverrir, og Ólafur sem fara vel með lagið.

Ég tel þetta besta lag sem hefur komið fram á undanförnum árum í þessari keppni. Sem sýnir hvað mikið við eigum mikið af frábærum einstaklingum og lagahöfundum ekki er skortur á þeim. Ef við horfum til framtíðar þá er ég vissum að við gætum nýtt þessa hæfileika til markað setningar og tekju öflunar fyrir íslenska þjóð. Þetta mætti gera með því að efla aðstöðu tónlistamanna til frekari uppbyggingar fyrir Studio sem myndi síðan skila sér aftur í gjaldeyristekjur inn í landið. Nú er rétti tíminn að upphefja tónlistamenn til vegs og virðingar því við eigum mikið af þeim sem við vitum lítið um allt land. þess vegna þurfum við að efla og auka keppni á milli manna. Framlag Sjónvarpsins er mjög gott enn vantar meiri fagmennsku í að kynna löginn, þetta er nefnilega ekkert grín

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, ég er sammála þér að þetta er mjög gott lag. En stelpurnar sem kynna eru að mínu viti skemmtilegar, og mér finnst þær lífga upp á keppnina.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.1.2009 kl. 22:16

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Lagið er mjög flott ég sjálfur er búin að spila þetta oft. Eins þurfum við að hlúa að þessu fólki þetta eru snillingar sem við eigum. Ég er ekki sammála við stelpurnar þetta var betra þegar Gísli var.

Enn lagið er mjög flott.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.1.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband