Þekkt endurskoðunarfyrirtæki á hálum ís.

Ég fjallaði um að hugsanlega hefðu verið brotin lög um hlutafélög. Þegar fyrirtæki á markaði þar á meðal bankarnir, og fyrirtæki afhentu fjármuni til stjórnmálaflokka þar á meðal er enginn flokkur undanskilin. Þetta eru háar upphæðir um að ræða. Samkvæmt þeim gögnum sem ég sjálfur hef undir höndum frá gömlu bönkunum er ekkert getið um þetta fé eða undir hvaða lið þetta var falið. Ég sem fyrrverandi hluthafi hef skoðað aðalfundargögn sem mér voru afhent við inngöngu á hluthafafundina og fundi sem ég sótti.

Til þess var ég að framvísa skírteini hver ég væri til þess eins að geta setið fundinn og tekið til máls. Ekki stóð á mér að taka til máls og gera athugasemdir við laun bankastjóra því þau voru ekki í takt við raunveruleikan, sem enginn hluthafi gerið athugasemdar við því þetta þótti sjálfsagt mál að bankastjórar hefðu laun. Sem dæmi á síðasta aðalfundi Landsbanka Íslands stóð ég upp og gerði athugasemdir við laun bankastjóra sem heitir Sigurjón Þ Árnason hann sjálfur hafði í laun fyrir árið 2007. 163,5 miljónir króna fundastjóra á þeim fundi fannst þetta vera í lagi. Finnst fólki í dag það sé í lagi að borga bankastjóra 163,5 miljónir í árs laun.? Nú er þessi gamli banki minn farinn og allt mitt áhættu fé sem ég sjálfur treysti á farið. Ég er ekki sá eini sem tapaði á þessum viðskiptum við þessa menn.

Það sem alvarlegasta er í þessu máli undir hvaða lið voru þessar greiðslur til stjórnmálaflokkana faldar í efnahagreikningi ekki voru þær í aðalfundagögnum?.

Í 4. mgr. 88.gr. hl. er boðið að dagskrá og endanlegar tillögur skuli liggja frammi a.m.k. viku fyrir hluthafafund til sýnis á skrifstofu félagsins og samtímis sent hverjum skráðum hluthafa sem þess óskar. Sama gildir um ársreikninga, árskýrslur stjórnar og skýrslur endurskoðenda eða skoðunarmanna þegar um aðalfund er að tefla.

Umrætt ákvæði er talin nauðsynlegt til þess að tryggja að hluthafi geti kynnt sér rækilega þau málefni sem taka á fyrir á hluthafafundinum og tekið þar árangurríka afstöðu til mála.

Eitt vil ég benda á hlutafundir hafa farið fram og jafnvell mjög fáir gerðu athugasemdir við reikningana hjá þessum hlutafélögum og samþykkt þá sem nú eru gjaldþrota í dag. Því að þeirra sögn var afkoman frábær og ekki vantaði arðgreiðsluna sem hluthafar fengu í sinn hlut.

Þess vegna finnst mér þessi endurskoðunarfyrirtæki sem við eigum að treysta ekki vinna sína heima vinnu, og síðan eru það stjórnir í félögum sem hafa brotið lög með þessum hætti, því þeim ber að segja frá þessu og upplýsa hluthafa um þessar upphæðir og skýra frá þeim á hluthafafundum og eins þarf þetta að koma fram í uppgjöri. Allt þetta sem ég hef talið upp hefur verið brotið gróflega.

Ábendingar og athugasemdir sem endurskoðendur vilja koma á framfæri við stjórnina skal skrá í sérstaka bók, endurskoðunarbók, eða færa skriflega á annan hátt, sbr, 66. gr. árl.

Höfum við hluthafar skoða þessa bók? Hefur verið spurt út í þessa bók. Svarið er einfalt Nei.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð grein! 

Sammála.

Sigurður Þórðarson, 14.4.2009 kl. 07:57

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Þakka þér fyrir það.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 14.4.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband