Opið bréf til Samfylkingar og Vinstri græna.

Bankastjórinn í Seðlabanka Íslands er af norskum ættum var ráðinn af formanni Samfylkingar og formanni Vinstri græna Steingrími j Sigfússyni til þess eins að koma á ábyrgri stjórn á  Seðlabanka Íslands að þeirra sögn. Hörður Torfason fánaberi baugsfélaga vildu alla 3 seðlabankastjórana burtu og boðaði  mótmæli gegn bankastjórunum fyrir utan Seðlabanka Íslands Þetta voru gamalreyndir menn sem stjórnuðu Seðlabanka Íslands áður, töluðu Íslensku sem öll þjóðin skilur. Ég veit ekki annað enn að þeir hafi unnið Seðlabankanum til heilla fyrir þjóðina.     Nema valda sjúkir stjórnmálamenn og fánaberum auðhringa, sem styrktu þessa flokka til frelsis og athafna. Notuð skrílinn til að vinna skítverkinn fyrir sig. Síðan sitja þessir aular og þykjast ekkert hafa komið nálægt neinu. Sumir þingmenn ráku út úr sér tunguna á lýðinn til þess eins að æsa upp skrílinn. 

Það sem ég vil vekja athygli á það er að nýi bankastjórinn Seðlabankanum talar slæma ensku ég efast að Jóhanna Sigurðardóttir hafi skilið hann. það er dapurlegt til þess að vita að það sé talað erlend tungumál í peningamálastofnun landsins. Hvaða leik flétta er þetta, ekki einu sinni frétta menn spurðu bankastjórann spurninga. Enn þegar Davíð Oddsson var bankastjóri þá stóð ekki á spurningum og hann sjálfur var í öllum fréttum.

Af hverju spyr engin stjórnmálamaður sem er í framboði hvað þetta kostar.? Hvers vegna spyr engin stjórmálamaður hvað kostaði þjóðina að skipta um seðlabankastjóra? Hvað kostar þýðing á öllum gögnum sem þarf að þýða strax?. Af hverju fær þjóðin ekki að vita hvað þetta brambolt Samfylkingar og Vinstri græna kostar?  Á sama tíma blæðir Þjóðinni út og fyrirtækjum út hvers konar rugl er þetta. Á sama tíma tapar Seðlabanki Íslands 8,6 miljörðum sem við hefðum geta nýtt til þess eins að setja fé til fyrirtækja og fólksins í landinu sem er að blæða út. Það hefði verið nær að hafa áfram sömu bankastjóra áfram enda hefur þessi breyting engu skilað nema vandræðum fyrir alla þjóðina.

Jóhann Páll Símonarson. 

 

 


mbl.is Seðlabankinn tapaði 8,6 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband