22.4.2009 | 01:55
Lífeyrissjóður Gildi var rekinn með 59,6 miljarða halla.
Það var skrýtið andrúmsloftið á þessum fundi þegar framkvæmdarstjóri sjóðsins kynnti niðurstöðu ársreikninga. Ekki einu orði var minnst á þessa tölu, stað þess var minnst á prósentur í stað talna, ég spurði hvað það tæki mörg ár að vinna þetta tap upp. Ég benti fundarmönnum á hugsanlega 16 - 20 ár, það skal tekið fram að ekki er allt komið fram í hugsanlegu tapi sjóðsins. Hvernig má það vera að fjármálaeftirlitið hafi ekki haft afskipti af þessu gríðarlega tapi það verði þið að spyrja þá um það.
Þetta minnir mig á tíma Sovétríkjanna þegar Bréfsnef var við völd. spilling og aftur spilling þegar sjóðstjórinn misnotar vald sitt með þessum hætti með því að fjárfesta í áhættufjárfestingum og með því að lána til fyrirtækja sem veð standa ekki undir lánum, það kom fram á þessum fundi að þeir höfðu nefnilega lánað til fyrirtækja sem eru á brauðfótum og ekki voru skilgreind í Ársskýrslu 2008. Af hverju er ekki getið um þetta í Ársskýrslu? af hverju skildu menn ekki upplýsa það?. Ég spurði um laun forstöðumanns eignastýringar svarið var við gefum ekki upp laun einstakra manna, það var svarið sem ég fékk. Ég mun ekki una við þessi svör eða hvernig stjórnarmenn, framkvæmdarstjóri, fulltrúar atvinnurekaenda, fulltrúar launþega vinna með þessum aðilum að uppgangi þeirra mála.
Það kom nefnilega í ljós þegar átti að greiða atkvæði þá höfðu nefnilega þeir rétt að kjósa sem voru á vegum félaga í launþega hreyfingunni og atvinnurekenda. Hinn almenni sjóðfélagi fékk ekki að kjósa þótt hann væri sjóðfélagi eins og ég sjálfur. Það voru nefnilega fulltrúar launþegahreyfingar og atvinnurekenda sem höfðu kosningarrétt, sem tryggðu laun framkvæmdarstjóra upp á 21 miljón króna og formanns stjórnar upp á 1,4 miljónir króna fyrir fundasetu á ársgrundvelli, og það í vinnutímanum. Þessi formaður er í einu af stærstu launþegahreyfingu landsins með laun þar. Ég vildi lækka laun stjórnarmanna og framkvæmdarstjóra ofan í þingfarakaup viti menn ekki var orðið við þeirri beðni. Höldum áfram að sukka þetta kemur ykkur ekkert við, þið borgið og þegið þið, það er mín niðurstaða eftir þennan fund. Dropin holar steininn segi ég það þarf nefnilega að láta reyna á þetta misrétti hvort allir séu ekki jafnir fyrir lögunum þetta mál er með ólíkindum.
Enn fremur lagi ég fram tillögu að sjóðstjórnin færi öll burtu og segði af sér í heilu lagi, Enn því miður gat ég ekki fengið Ársskýrslu í tæka tíð þess vegna er tillagan ekki tekin gild sökum formgalla vegna þess að tillögu þurfa að berast í tæka tíð fyrir aðalfund og til þess að félög geta tekið afstöðu í tíma. Enn þrátt fyrir það liggur þessi tilaga yfir þeim, síða er ég að kanna minn rétt að höfða málsókn á hendur sjóðstjórnar, framkvæmdarstjóra vegna þess tjóns sem við höfum orðið fyrir vegna slappleika stjórnar við reksturssjóðsins sem er algjört ábyrðarleysi að reka sjóð með þessum hætti. Sem er framlag manna til þess eins að hafa það betra þegar menn hætta sínum vinnudegi.
Jóhann Páll Símonarson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.