Kjósendur sem eiga eftir að taka afstöðu.

Það eru margir sem ætla ekki að kjósa og sumir eru enn að hugsa málið. Ég tel það ábyrðarleysi að fara ekki á kjörstað og nýta sér ekki þann rétt sem maður hefur. þess vegna hvet ég alla að fara á kjörstað og kjósa. Margir flokkar eru í boði það sem stakk mig í gærkvöldi í umræðu flokkanna í sjónvarpinu, hvað formaður Vinstri græna Steingrímur J Sigfússon var óöruggur í sínum málflutningi út af þessari skýrslu sem virðist vera leyndarmál eða trix hjá formanni Framsóknarflokksins eða er tilgangurinn að koma þjóðinni í uppnám. Enn við skulum halda áfram eftir kosningar hvort þetta sé rétt eða rangt? Ef hins vegar að þetta sé rangt þá er formaður Framsóknarflokksins ótrúverður og mun verða það áfram og verður að víkja úr formanns stólnum.

Stefna Samfylkingar er að krjúpa fyrir Evrópusambandinu um inngöngu í bandalagið. Þeir sérfræðingar sem vita best um þessi mál vita að þetta er ekki hægt nema í fyrsta lagi eftir 15 - 20 ár. Ég tel þetta landráð ef Samfylkingin ætlar að taka sér leyfi án þess að spyrja þjóðina um leyfi því þjóðin hefur ekki kveðið upp sinn útskurð. Samfylkingin sem tók þátt að koma landinu í þessa stöðu sem þjóðin er komin í, getur ekki komið sér undan þeirri ábyrgð. Stefnuleysi Samfylkingar er algjört enda ætlaði hún að koma landinu til hjálpar strax. Hvað hefur skeð síðan akkúrat ekki neitt. Það sama á við Vinstri græna þetta var flokkur sem ætlaði að bregðast strax við, hvað hefur skeð síðan ekki neitt. Framsóknarflokkurinn er ekki hlutlaus í þessu máli hann studdi þessa ríkistjórn sem gerði ekki neitt. Eru þessi flokkar trúverðugir ég segi nei.

Ef þjóðin vill framfarir og koma atvinnulífinu af stað aftur þá kjósum við auðvita  Sjálfstæðisflokkinn það er flokkur sem hefur staðið vörð um þjóðarhag og velferð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkum er best treystandi að koma atvinnulífinu af stað, til þess verður að lækka vexti strax og koma fyrirtækjunum af stað og koma með velhugsaðar hugmyndir fyrir þjóðina í sínum vanda málum sem eru þegar til staðar. Þess vegna treysti ég Sjálfstæðisflokknum að framkvæma þessa 2 mikilvægu hluti strax. Og upplýsa þjóðina í leiðinni hvað stendur fyrir dyrum.

Kjósendur sem sitja heima og ekki eru búnir að ákveða sig svarið er einfalt fyrir þá. 

Kjósum Sjálfstæðisflokkinn til verka og athafna.  X-D.

Jóhann Páll Símonarson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband