27.4.2009 | 18:29
Ofbeldismenn fá hugsanlega þungan dóm.
Það er dapurlegt að venjulegt fólk skuli ekki getað notað friðhelgi heimilisins án þess að ofbeldis menn skipuleggi fólskulegar árásir á hendur eldra fólks sem getur ekki varið sínar hendur. Þessir ógæfumenn hafa verið áður teknir fyrir svipuð brot. þá spyr maður sig eru viðurlög of væg?, hafa umboðsmenn þessara aðila haft tök á þeim sökum skulda? þetta eru spurningar sem verður að svara þegar þetta ógæfufólk fer í þessar fólskulegar árásir. Í raun og veru eru þetta ekki unglingar þetta er fólk að nálgast miðjan aldur. Þetta viðbjóðslega mál er nýtt á nálinni og þarf að fara 25 ár aftur í tíman til að finna svipað mál segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri sem ætlar að kæfa málið í fæðingu undir það tökum við.
Það er góð tilfinning að Lögregluyfirvöld skuli leggja sig fram að upplýsa málið og hafa samband við hjónin sem urðu fyrir þessari fólskulegri árás að tilefnislausu af fólki sem var undir vímuefnum. Það sem við þurfum sem þjóð í kjölfarið að gera er að gefa lögregluyfirvöldum allar þær upplýsingar sem við getum gert ef við verðum vör við einkvað sem er óvenjulegt í fari fólks. Það eitt veitir aðhald og eftirfylgni gegn þeim sem eru að brjóta á einstaklingum með hótunum eða annað í svipuðum stíl.
Eins verðum við að vernda lögregluna ef ráðist er að henni að tilefnislausu, það má ekki láta reiði fólks bitna á saklausum fólki sem hefur ekkert gert af sér. Þess vegna verðum við öll að sameinast um að lögreglan fái þá hjálp sem henni vantar það gerum við ekki með því að þegja. Tökum höndum saman og verðum á verði á heimilum og á förum vegi, og upplýsum strax ef einkvað er á seiði. Það er besta vörnin gegn þeim sem geta ekki varið sínar hendur.
Jóhann Páll Símonarson.
Hafa játað húsbrot og rán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.