3.5.2009 | 23:51
Jóhanna Sigurðardóttir er með hótanir.
Uppi eru hugmyndir fólks sem getur ekki staðið undir sínum skuldbindingum með því að hætta að borga af sínum lánum. Þetta kom fram í dag í fréttum við aðila sem sjá engan tilgang að halda þessu áfram. Samkvæmt fréttinni eru skilyrðin sem hafa verið sett, það ströng að fólkið sem er í virkilegum vanda getur ekki uppfyllt þessa skilmálana. Það er ansi hart til þess að vita þegar Samfylking, Vinstri græn og þeir sem börðust hatramlega gegn fyrrverandi ríkistjórn ætluðu sér stóra hluti, þar á meðal að greiða hlut þeirra sérstaklega sem voru í virkilegum vanda. Síðan eru liðnir mánuður og enn eru þessir flokkar ósammála og ekkert skeður í úrlausn mála, fólkinu blæðir út og fyrirtækjunum blæðir út. Nú í kvöld var stórt verktaka fyrirtæki að segja upp sínu fólki. Á meðan situr heilög Jóhanna ráðvild og hótar fólki öllu illu ef það hættir að borga af sínum lánum, þá fái það enga fyrirgreiðslu frá ríkinu ef það hættir að borga.
Þessi orð eru býsna alvarleg að forsætisráðherra skuli upp á sitt eins dæmi hóta skuldurum þessa lands með þessum hætti. Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir sínar í desember 2008. Við Íbúðarlánasjóð og spurði hvaða reglur gilda um stjórnsýslu sjóðsins vegna Íbúðarlána bankana sem sjóðurinn kaupir af bönkunum? Ljóst er að stjórnsýslureglur, þ.m.t. stjórnsýslu lög, gilda almennt um starfsemi Íbúðarlánasjóð svo og þær réttaröryggisreglur sem eru settar fyrir borgarana. Hvaða reglum verður fylgt ef bankarnir eiga að annast umsýslu ( afgreiðslu ) t.d. greiðsluerfiðleikalána vegna lána sem Íbúðarlánasjóður hefur yfirtekið. Hefur nokkuð verið fjallað um þetta tiltekna mál í fjölmiðlum mjög lítið.
Eitt skuli menn vita. Sjálfstæðisflokkur er farinn, Davíð Oddsson og bankastjórar sem voru blórabögglar fyrir Íslenska þjóð eru ekki við stjórn, Geir var búin að vara þjóðina við afleiðingunum. Davíð varaði við hruni á fasteignamarkaði allt ætlaði að göflunum að ganga. Íslensk þjóð og þeir sem kusu þetta yfir ykkur vinstri stjórn sem var búin að segja og ætlaði að standa við orð sín um að bjarga þjóðinni. Hvað hefur skeð síðan þessi stjórn tók við ekki neitt nema fundarhöld um hvað vitum við ekki neitt sem þjóð. Öllum upplýsingum haldið leyndu eins og í Rússlandi þetta uppsker Íslensk þjóð á meðan situr heilög Jóhanna og brúkar kjaft við fólkið í landinu sem er að blæða út. Þetta er ömurleg niður staða eftir þessi stjórnarskipti.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
Athugasemdir
Já því miður kaus fólk þetta yfir sig og við sitjum öll í súpunni út af því.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 4.5.2009 kl. 01:15
Heil og sæl Sólveig.
Tek undir með þér. Fólkið kaus þetta yfir sig þetta er lýðræðið. Ég tel þetta alvarlegt mál að kjósa yfir sig stjórn sem er ráðþrota síðan stendur heilög Jóhanna og rífur kjaft við lýðinn.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 4.5.2009 kl. 07:50
minnir á sovét
Ólafur Th Skúlason, 4.5.2009 kl. 11:34
Heill og sæll Ólafur Th Skúlason.
Það er rétt hjá þér upplýsingar kerfið er svipa og á tímum eldri stjórnar í Rússlandi þegar lýðurinn var látin þegja og komst ekkert upp með neitt múður sem var stjórnvöldum til óþæginda.
Eins vil ég benda þér á það var mikilvægara að loka hjá Geira á Goldfinger enn að hugsa um fólkið og fyrirtækin í landinu sem eru að blæða út
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 4.5.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.