5.5.2009 | 00:26
Framsóknarflokkurinn er undir þrýstingi.
Það vekur óhug manna að ný kjörinn formaður Framsóknarflokksins skuli hugsanlega vera undir þrýstingi forseta Lýðveldisins Ólafs Ragnars Grímssonar sem beitir sínu valdi og þar með sínum áhrifum á Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins að styðja minnihluta stjórn Samfylkingar, og Vinstri græna. Þessi ungi maður sem átti að breyta öllu og þar með stefnu framsóknarmanna að bæta ímynd flokksins útá við vegna gífurlegra andstöðu við
Framsóknarflokkurinn sem framsóknarmenn sjálfir treystu sér ekki lengur að styðja sína menn, þess vegna var ný forusta valin til athafna og verka. Nýi flokkurinn hafði ekki séð 80 daga aðgerða áætlun flokkana þegar ákveðið var að styðja Samfylkinguna og Vinstri græna til stjórnarstarfa stað þess gengu þeir blint í sjóinn og gerðust aðilar að ríkistjórn til þess eins að hafa áhrif. Það er Framsóknarflokkurinn sem er jafn ábyrgur fyrir þessum vandræða gangi í þessum stjórnunarviðræðum og ber ábyrgð á að fólkið, atvinnutækifærum og fyrirtækjunum er að blæða út undan því kemst Framsóknarflokkurinn ekki fet hvað sem raular og tautar. Nú í kvöld barst ein fréttin að fyrirtæki á Suðurnesjum var að segja upp fólki í hundruða vís.
Einn fréttin var úr Reykjavík þar var sorglegt viðtal við mann sem var með tárin í vöngunum og með 2 lítill smá börn á framfæri atvinnulaus og hafði verið það lengi og gat ekki lengur borgað af sinni húseign lengur. Enginn úrræði eru til í dag að hjálpa fólki sem er í virkilegri neyð. Hjá Samfylkingunni, Vinstri grænum, og hjá leppstjórn Framsóknarmanna eru engin úræði og bera þessir flokkar fullkoma ábyrgð á öllu saman. Eftir kosningar koma sömu flokkar nú og segja þetta sem við sögðum fyrir kosningar, er allt í plati, viðhorfin eru breytt við ætlum nú að flokka fólkið út hvor viðkomandi sé óreiðumaður eða ei. Síðan kemur Eygló Harðardóttir og lýsir sinni undrun á orðum Jóhönnu Sigurðardóttur og Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra um greiðsluaðlögun og greiðsluverkföll.
Það er með ólíkindum að þingmaður sem kennir sig við nýjan Framsóknarflokk skuli koma fram fyrir alþjóð og þykkist ekkert vita um málið? er hún að segja ósatt?. Ég hefði haldið að alþingismaðurinn hefði vitað betur um framganga mála hjá þessari ríkistjórn sem Framsóknarflokkurinn er aðili að. Veit Eygló ekkert um það? Af hverju ætlar Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir að svíkja fólkið í landinu sem á við greiðsluerfiðleika að etja. Þetta kom fram í Kastljós þætti kvöldsins. Veit þingmaður Framsóknarflokksins Eygló Harðardóttir ekkert um þessi svik við kjósendur?.
Síðan kemur Borgarahreyfinginn og lýsir yfir stuðningi við Hagsmunasamtök heimilanna, hefur verið haldinn aðalfundur í þessum samtökum? Ráða þessi samtök hvað er rædd er um á Alþingi furðulegt að ný kjörnir Alþingismenn skulu ber sig við samtök sem fáir vita um, stað þess að reiða sig á Borgarahreyfinguna sjálfa það voru nefnilega kjósendur borgarahreyfingar sem kusu sína menn á þing og þeim ber að fylgja sinni sannfæringu.
Að lokum sættir að undrun að forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson skuli hafa afskipti af stjórnmálum á Íslandi. þetta er einsdæmi að forseti Íslands skuli beita formanni Framsóknarmanna sem hefur enga reynslu í stjórnmálum þeim þrýstingi að vera leppur í ríkistjórn Íslands. Þetta eru váleg tíðindi sem nú eru að berast þjóðinni til eyrna.
Jóhann Páll Símonarson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.