7.5.2009 | 07:14
Er þjóðinn ekki búinn að fá nóg af skattaskjólum.
Skattaskjól fyrirtækja er á manna máli kallað þjófnaður þegar eigendur fyrirtækja greiða ekki skyldugreiðslur til Íslenska Ríkisins sem er þjóðin öll. Skattpeningar landsmanna eru notaðir til að halda okkar samfélagi uppi. Það hefur færst í vöxt að fyrirtæki sem eru í eigu Íslendinga og fyrirtækja á þeirra vegum koma sér undan skatttekjum í auknum mæli með því að stofna póstkassa fyrirtæki erlendis með erlendum nöfnum sem engin leið er að botnar í. Tilgangurinn með þessu er að borga ekki skyldugreiðslur til samfélagsins og um leið hagnast fyrirtækin meira og koma sér í leiðinni undan greiðslum, án þess að greiða tilskilin gjöld, þetta er kallaður þjófnaður þegar menn borga ekki tilskilinn gjöld sem þeim ber.
Það er ömurlegt til þess að vita að Ríkið sjálft sem á og rekur hér fyrirtæki hér á landi skuli ekki hafa sinn manndóm að stöðva þetta strax. Icelander sem er að megninu í eigu ríkisins, skipafélög sem eru í eigu þjóðarinnar eru skráð undir hentifána, ekkert af þessum skatt tekjum sem eiga að koma inn í landið koma. Stað þess renna þessir peningar inn til fyrirtækjanna sjálfra og síðan inn í skattaskjólið sem er póstkassa fyrirtæki sem enginn veit um nema þeir sjálfir. Og um leið notað þeir sér valdið til að knýja á um lengri vinnutíma og fækkun áhafna. Þetta eru kallaðir þrælasamningar sem þarna eru gerðir og um leið eru starfsmenn þessara fyrirtækja sem um ræðir réttindalausir fá til dæmis ekkert fæðingarorðlof, þurfi þeir á læknishjálp að halda verða þeir að greiða allan sinn kostnað úr eigin vasa þetta er lítið dæmi hvernig þetta er. Af hverju krefst ríkið ekki að íslenskir samningar sé viðhafðir í flugrekstri siglingum og íslensk skip verði skrá á Íslandi undir Íslenskum fána þessi fyrirtæki sem eru í eigu Íslenska Ríkisins að hlut.? Ég tel þetta nauðsýnlegt tilliti til þjóðarinnar sem er eyland ef til stríðsátaka kæmi.
Ég tel frumkvæði Jóhannesar Bjarna Guðmundssonar formanns félags atvinnuflugamma ( FÍA ) vera þarft verkefni hvað hans félag bregst rétt við þessari framþróun. Stéttafélög sjómanna mættu taka undir með atvinnuflugmönnum í þessari baráttu, sem virðist engan enda taka. Þessa alvarlegu þróun verður að stöðva með hjálp Ríkistjórnar, og þjóðkjörna Alþingismanna, það verður ekki gert nema að elta þessa menn inn í skattaskjólin og krefjast þess að þeir skili fénu til baka, sem þeir hafa tekið ófrjálsri hendi frá allri þjóðinni. Síðan að krefja þessi fyrirtæki í eigu þjóðarinnar ber sitt þjóðartákn Íslenska fánan í skut.
Jóhann Páll Símonarson.
Undirbúa málshöfðun gegn Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.