Ný samtök fólks andmælir á Austurvelli kl 13.

 Aðgerðaleysi stjórnvalda er yfirskrift þessa funda sem verður haldin á Austurvelli á morgun. Þar bendir hreyfinginn á, Aðgerðaleysi eru Valkostir, Greiðsluverkfall - Lokaúrræði, Skjaldborg - Óskast, Björgum - Heimlinum, Heimilin - í Forgang.

Þetta eru stefnumál þeirra sem munu hefja mótmæli fyrir utan Alþingishúsið á morgun. Ég er ekki hissa að fólkið sem kaus þessa Vinstri stjórn sé búið að fá upp í kok á þessum endalausum fundum daginn út og inn. Það skeður ekkert sama hvað fjölmiðlar hamast í stjórnarflokkunum um að fá upplýsingar. þetta var stjórinn sem ætlaði að redda öllu hvað sem raulaði og tautaði, Samt voru Sjálfstæðismenn búnir að vara við þessum ósköpum, enn þjóðin tók ekki mark á þeim ábendingum.

Skipulögð mótmæli voru viðhöfð gegn fyrrverandi ríkistjórn með potta og pönnur og ýmsir voru með dólgshátt í garð lögreglunar sem var ekki þáttakandi í þessum skipulögðu mótmælum fyrir utan. Alþingishúsið sem var grýtt með eggjum og alskins drasli sem var hent í þetta sögufræga hús, sem er vanvirðing við löggjafarsamkomuna okkar Íslendinga.

Eitt vil ég benda þeim sem ætla að gera athugasemdir við núverandi stjórnvöld að gera það með lögmættum hætti, ekki skrílslátum eða öðru skildu. Sýnum lögreglu virðingu því henni bera að halda uppi lögum og reglum í landinu. Við getum gert athugasemdir við Stjórnvöld með friðsamlegum hætti, þau hafa mjög gott af því að vita að fólkinu er að blæða út og mjög stutt í það og það sama gildir um fyrirtækin í landinu þau eru á síðasta snúning. Þess vegna verða Stjórnarflokkarnir að bregðast við kalli þjóðarinnar áður enn það verður of seint. Þá hugsun vil ég ekki hugsa til enda.

Jóhann Páll Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband