Svandís Svavarsdóttir og Dagur B Eggertsson voru staðin að verki í Rei málinu.

Það er alvarlegur hlutur þegar fyrrverandi borgarfulltrúi nú Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir og varaformaður Samfylkingar Dagur B Eggertsson borgarfulltrúi skuli ekki hafa sagt satt þegar þau bæði sáttu í 100 daga meirihluta í borgarstjórn árið 2007. Þau bæði ásamt fleirum andstæðingum reyndu hvað þau gátu með aðstoð sinna manna og annara að eyðileggja mannorð Vilhjálms Þ Vilhjálmsonar fyrverandi borgarstjóra, í svokallaða Rei máli hver mann ekki eftir að þeir félagar hafi ætlað að selja Orkuveituna á silfurfati til útrásavíkinga sem frægt var á þessum tíma. Þetta var allt spuni til þess eins að koma Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni fyrrverandi borgarstjóra frá völdum með samþykki spunameistara sem þorðu ekki að koma fram í eigin persónu. 


Nú skulum við upplýsa málið. 3. nóvember. 2007. samþykkti meiri hluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, sem sat í umboði 100 daga meirihlutans, neðangreinda samþykkt. Fjölmiðlar á þeim tíma höfðu að einhverju ástæðum lítinn áhuga á þessu máli, ef þeir yfirleitt vissu um það. Þá var samþykkt í stjórn Orkuveitunnar að heimila dótturfyrirtæki O.R. sem er og var 100% í eigu O.R. að taka lán eða nota fjármuni REI til að kaupa hlutabréf, að upphæð 12, þúsund og 500 hundruð miljónir króna, í orkufyrirtæki á Filippseyjum sem stóð til að einkavæða. Takið eftir hvað voru Svandís og Dagur að hugsa að taka erlent lán fyrir þessum kaupum sjálfsagt stæði þetta í 25 þúsund miljónum króna ef lánið hefði verið tekið. það stóð nefnilega til að kaupa á genginu 7,5 og nú stendur gengið í hugsanlega 3,9 eins og staðan er í dag. Og hefði skaðað Orkuveitu Reykjavíkur um 17 þúsund miljónir króna ef þessi kaup hefðu gengið eftir. Einkvað sem Svandís og Dagur telja mjög ógeðfellt.

Tillagan sem var samþykkt af fulltrúum Vinstri Græna og Samfylkingar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hljóðaði þannig:

"Stjórn OR Samþykkir erindi REI dags 3. nóvember 2007, um að styðja félagið við áframhaldandi þátt töku í einkavæðingarferli Filippseyska fyrirtækisins PNOC- EDC og heimildar REI jafnframt að leita eftir þeirri lánafyrirgreiðslu sem til þarf vegna verkefnisins. Stjórn OR samþykkir erindið í ljósi þess að nauðsyn ber til að tryggja áfram trúverðugleika og stöðu REI og í trausti þess að fulltrúar félagsins muni gæta þess að verkefnið standist þær kröfur sem gera verður til verkefna sem tengjast OR, m.a. með tilliti til samfélagslegra ábyrðar". Að einkavæða þetta á Filippseyjum er þvættingur Vinstri Græna og Samfylkingar.

Það munaði hársbreidd af þessum kaupum yrðu en fulltrúar REI í þessum kaupleiðangri til Filippseyja vildu ekki bjóða hærra verð fyrir hlut í þessu filippseyska orkufyrirtæki á leið sinni til einkavæðingar en á gengini 7,5. Þá er hægt að spyrja Svandísi Svavarsdóttur og Dag B Eggertsson spurningar? Hver var " samfélags ábyrgð" Svandísar og Dags og hvað meintu þau bæði með þessu orðalagi? Hvernig var gegnsæ og opinskrá umræða um þetta mál? Var þetta rædd í borgarstjórninni?

Fulltrúar REI/OR máttu sem sagt kaupa hlut á genginu 7,5 og hefði heildarkostnaður við kaupin orðið 12 þúsund og fimmhundruð miljónir króna ef samningar hefðu náðst. Ekki náðist samkomulag um kaupin þar sem samstarfsaðili REI/OR á Filippseyjum vildi kaupa á aðeins hærra gengi.

Jóhann Páll Símonarson.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband