17.5.2009 | 15:23
Hvers vegna hætti Þorgeir Eyjólfsson?
þessari spurningu hefur ekki verið svarað, enn sjóðfélagar bíða eftir svörum hvers vegna Þorgeir lét af störfum skyndilega?. Ekki hætti hann út af launamálum því þau voru um 30 miljónir á ári sem eru ekki slor laun. Framkvæmdarstjóri Lífeyrissjóðsins Gildi hafði rúmar 21 miljón króna í laun fyrir árið 2008. Þetta er með ólíkindum hvernig þetta kerfi getur gengið upp endalaust án þess að sjóðfélagar hafa um það að segja. Á sama tíma fá sjóðfélagar skít úr hnefa þegar kemur af starfslokum. Nú eru uppi hugmyndir að þessu kerfi verður að breyta á þann veg að vægi sjóðfélaga verði meiri á þessum ársfundum sem haldnir eru á hverju ári. Við þær breytingar munu atvinnurekendur sem sitja í þessum sjóðum víkja, og sjóðfélagar taki valdið í sínar hendur og skipi stjórn með lýðræðislegum hætti. Kunningja og vinasamlag manna er búið þegar menn gátu gengið í sjóði án þess að bera ábyrgð á sínum gjörðum enda sýnir það taprekstur lífeyrissjóða landsmanna það í dag.
Það sem vekur furðu í öllu þessu umróti að Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur ekki enn haldið sinn ársfund, hvað sem veldur því vita menn ekki. Hugsanlega stærsta tap í sögu sjóðsins, sem stjórinn þorir ekki að halda fund um. Enn hún verður að halda fundinn þeim ber skilda til þess að upplýsa sjóðsfélaga um stöðu mála og hver skerðinginn mun verða, það mun koma í ljós síðar. Það verður fróðlegt að vita hvað þessi sjóður tapaði miklu og hvernig eignarsafnið mun líta út. Það er ekki nóg að Þorgeir Eyjólfsson taki pokann sinn, það verða nefnilega fleiri að gera það sama og hann gerði.
Jóhann Páll Símonarson.
Staða forstjóra lífeyrissjóðs auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.