Hnúfubakur er í fjöruborðinu.

Það var fróðlegt að sjá Hnúfubak í fjöruborðinu við Norðurkot í Sandgerði í dag, talsverður mannfjöldi átti þar leið um á meðan björgunarsveitir voru að draga hræið nær landi. Á meðan fylgdist fólkið með og horfði á á meðan menn úr björgunarsveitin voru að draga hann nær landi, margir tóku myndir. Þetta var ekki gamall hnúfubakur eða stór enn samt belg mikill að sjá. Þá spyr maður sig af hverju höfum við Íslendingar ekki hafið hvalveiðar fyrr þegar hvert dýrið drepst að sjálfdáðum eins og þessu Hnúfubakur. þetta atvik er ekki eins dæmi eða í fyrsta skiptið sem hvalir drepast eða eru sjófarendum og landeigendum til trafala og á siglingarleiðum kringum landið.

Varandi þetta æðavarp sem Reynir segir við fréttamann MBL enginn veit hvert hans ættarnafn er. Enn það skal tekið fram að menn verða að fara með rétt mál. Þetta er langt frá æðarvarpi og ekki í tengslum við það sem Hnúfubakurinn er í fjöruborðinu langt frá þessu æðavarpi. Ég skil ekki af hverju sé ekki hægt að farga honum á eðlilegan hátt. Það er engum holt að draga hann á haf út og láta síðan skip sigla á hann í skjóli myrkurs með þeim afleiðingum sem það getur haft. Ég vara við þeim aðferðum sem hugsanlega eru í farvatninu að draga Hnúfubakinn á haf út.

Jóhann Páll Símonarson. 

 

 


mbl.is Hvalreki í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband