27.5.2009 | 00:30
Þriðji ruddinn er fundin?
Það er ólíkindum þegar ruddar sem hafa stundað glæpi skuli leyfa sér ný vinnu brögð að ráðast á fólk sem getur ekki varið sínar hendur, binda það síðan á höndum og fótum til þess eins að geta ekki gert öðrum viðvart. Þessar nýu aðfarir þessara manna sem eru skipulagðar af mönnum sem ráða för í fíkniefnaheiminum og ota síðan fólki á þeirra vegum, sem er undir þeim þrýstingi að þurfa að greiða sína fíkniefna skuld við þessa menn, sem eru þekkir í undirheimunum og ekki einn þorir að standa gegn þeim. Þessir náungar sem hugsanlega eru í hreyfingu, sem skipuleggur smygl á efnum sem hefur verið reynt að koma til landsins ólöglöglega til dæmis með 2 skútum sem hafa verið teknar og sumir eru nú undir lás og slá og bíða þess að hefja sömu iðju að nýju sökum gríðarlegs ágóða sem þeim dreymir um hvern dag.
Þetta ástand er ekki nýtt á nálini hugsanlega eru þetta tugi skúta sem hafa verið í þessum leik. Og komist inn í landið með sama farm af fíkniefnum og eftir vill meira magn og þessar skútur sem hafa verið teknar nýverið. þetta er hugsanlega meira magn í öll skipti sem þeir hafa reynt þetta með ýmsum aðferðum með skipulögðum hætti.
Nú þurfum við að styðja lögregluyfirvöld. Við sem borgarar, ef við hugsanlega verðum vör við þessa rudda þá skulum við hringja í síma lögreglu, þar þarf ekki að gefa upp nafn. Hins vegar þurfum við að upplýsa ef við verðu vör við ólöglega starfsemi. Og hugsanlega ferðir manna sem stunda þessa iðju. þessi fólskulega árás á eldra fólk verður ekki líðið lengur nú er komið nóg. Þess vegna verða dómarar þessa lands að kveða upp strangan dóm yfir þessum mönnum, og láta þessa menn koma fram fyrir alþjóð til þess eins að þjóðin sjái í raun hverir þessir menn eru í raun. Þeim verði ekki leyft að fela andlit sitt og við öll getum tekið afstöðu í þessum málum. Ég hvet dómara landsins að hlífa ekki þessum mönnum þeir hafa kveðið sinn dóm yfir sjálfum sér með því að stunda ofbeldi gegn fólki sem getur ekki geta ekki varið sínar hendur.
Jóhann Páll Símonarson.
Ræningjarnir teknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.